Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 3
Ó Ð I N N
3
Kóngur svaf. Af sinni þungu
sorga’ og efa fjötrar sprungu.
Ut um geiminn allan sungu
ótal raddir sama brag.
Sólukerfin, er svifu’ um geima,
sömu áttu lög og hreima
eins og foss og aldan heima.
011 þau sungu fuglsins lag.
Kóngur Iá í dái drauma,
dularfullra hugarstrauma
hljóma, söngva, fossa og flauma
fann hann niða mjúkt í sál.
Fór að skilja fuglsins mál:
Til er á, sem eilífð heitir,
aldrei straumi sínum breytir,
aldrei skeið til enda þreytir,
ós nje lind þar hvorki finst,
þótt þú leitir yst og inst.
Ómar frá þeim áar niði
eru’ í mínum söngva kliði.
Leitir þú að fró og friði,
festu blund við sönginn þann.
Alla síðast svæfir hann.
Uppi’ í lífsins hæstu höllum
hljómar alt af söngum snjöllum,
sem þar sungnir eru’ af öllum,
og við söngva niðinn þann
allir fyllast einum vilja,
allir lífsins takmark skilja,
allir sama sönginn þylja,
syngja lof um skaparann
einum munni’ um einan hann.
Þá er æðsta marki og miði
mannsins náð og alheims friði,
leyst hver gáta á lífsins sviði.
Lengra söguna’ enginn kann.
%
Þó að út um ýmsa geima
æðri, fegri og stærri heima
eigi mannsins sál að sveima,
samt er lífsins insta þrá
algleymisins yndi að ná.
Hjeðan dyr eru opnar einar.
Einnig dýrin, jurtir, steinar
halda sínar brautir beinar,
bíða lausnar, er þau fá
síðar meir, og svífa þá
inn á lífsins æðri sviðin,
inn í fagra söngva kliðinn,
inn í mikla alheims niðinn
og að hinsta marki ná.
Hræðstu’ ei lífsins leyndardóma;
líttu’ á skraut og fegurð blóma,
hlýddu’ á lífsins unaðsóma.
Alt, sem hjer á jörðu grær,
er í svefnsins dái að dreyma
dýrðarveröld nýrra heima.
Lífið alt mun áfram streyma,
uns það settu marki nær.
Vakna kóngur, vertu kátur.
Vílið, efinn, böl og grátur
læknast, ef þú lífsins gátur
leysa biður Mannsins son.
Leiðin eina’ um ókunn sundin
er af honum sjeð og fundin
inn í hæsta helgilundinn.
Hann gaf jarðar lífi von.
Og í fuglsins ljúfu lögum
ljóð frá bernsku sinnar dögum,
sömu ljóðin, sem í högum
syngur lind við blóm og strá,
kóngur hlýddi hljóður á,
ótal margt af söngum, sögum,
sálma, vers og kvæði.
Það voru ný og það voru gömul fræði.
Þ. G.
Móðurmál.
(H. Garborg).
Hvað fær hrært við hjartastrengjum?
Hvað fær örvað þrek í drengjum?
Það er móðurmál.
Hvað fær svalað hreldri lundu?
Hvað er kærst á gleðistundu?
Það er móðurmál.
Eins og gullið glæsta, skíra,
geymdu þennan arfinn dýra,
hið kæra móðurmál.
Lát það hljóma ljúft og lengi,
lát það bæra hjartastrengi.
Heiðra móðurmál.
S. K. Steindórs þýddi.
£)£>(£)