Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 49
Ó Ð I N N
49
Jakob Símonarson
á Brekku við Hofsós.
Fæddur 6. jan. 1864. — Dáinn 24. okt. 1935.
Jakob var fæddur í Hólakoti á Höfðaströnd, og
voru foreldrar hans Símon Sigvaldason, bóndi þar,
og kona hans Hólmfríður Jakobsdóttir. Þeir voru
bræðrasynir Sigvaldi Þorsteinsson, kaupm. á Akureyri,
og Jakob, en í framætt var Jakob af merkum bænda-
ættum í Skagafirði, og náskyldur þeim Sigurði málara,
Sigurði Guðmundssyni, byggingameistara í Reykjavík,
og Arasens-ættinni.
Jakob misti föður sinn ungur. Heimilið var fátækt
og systkini hans öll á ungum aldri, Varð hann því
strax, unglingurinn, að taka upp harðvítuga baráttu
fyrir tilveru sinni og sinna nánustu, því að hann varð
þá strax að veita móður sinni alla þá aðstoð, er hann
var megnugur, til þess að koma upp yngri systkinum
sínum. Þurfti hann því strax á barnsaldri að leggja
hart að sjer að vinna og óefað oft um megn fram.
En hann var kjarkmikill og óvílinn, svo erfiðleikarnir
stæltu hann, en beygðu ekki. En þetta mun jafnframt
hafa mótað skapgerð hans til meira harðlyndis en
annars hefði orðið.
Jakob ól svo að kalla allan aldur sinn á æsku-
stöðvunum. Hann var að vísu eitt ár, sem unglingur,
hjá Pjetri í Hofdölum, frænda sínum, og þrjú ár austur
í Þingeyjarsýslu, en annars óslitið á Höfðaströndinni.
Sannaðist því á honum hið fornkveðna, að »röm er
sú taug, | er rekka dregur | föðurtúna tiU.
Snemma bar á tápi og atgervi Jakobs til sálar og
líkama, og á óslökkvandi fróðleiksþrá, en ástæður
voru óhagstæðar til þess að fullnægja henni. En um
það, hve mikið var í manninn spunnið, ber það best
vitni, að rúmlega tvítugur að aldri var hann ráðinn
sem ráðsmaður til sjera Þorleifs á Skinnastað. Taldi
Jakob sig hafa haft mjög gott af veru sinni hjá þeim
merka mentamanni og fræðaþul, og tókst með þeim
sjera Þorleifi hin kærasta vinátta, sem hjelst meðan
báðir lifðu.
Þar eystra kvæntist Jakob Maríu Þórðardóttur, sem
enn er á lífi í Reykjavík, og eignuðust þau einn son,
Vilhelm, cand. phil. í Reykjavík.
Árið 1890 reisti Jakob sjer lítið, en snoturt, íbúðar-
hús á bakkanum norðan við Hofsós, rjett ofan við
sjóinn, og með höfnina og kauptúnið rjett sunnan við.
Hofsós-bakkinn stendur hátt, og er þaðan hin feg-
ursta útsýn yfir Skagafjörð, sem þaðan blasir við í
hinni stórfenglegu fegurð sinni. Jakob varð fyrstur
manna til að nema þarna land, því hann tók þegar
dálitla landspildu til ræktunar kring um bústað sinn.
Landið var magurt og gróðursnautt, en honum tókst
á fáum árum að breyta því í grösugt og fagurt tún,
og þarna bjó hann alla stund síðan.
Jakob var óvenjulegur maður fyrir margra hluta
sakir. 011 verk ljeku í höndum hans, hvort heldur til
lands eða sjávar.
Hann var afburða
sjómaður, og stund-
aði sjó, bæði sem
formaður og háseti,
um fjölda mörg ár.
Hann var smiður
ágætur, bæði á trje
og járn, og smíðaði
jafnt hús sem báta,
og alt með afburð-
um vandað og traust,
og til hvers verks
var hann af kunnug-
um talinn gildur
tveggja manna maki,
enda karlmenni að
burðum. Og svo var
ákafinn mikill, að
oft vann Jakob 16, og jafnvel 20, stundir í sólarhring,
en slík óhófleg þrekeyðsla fór að lokum með heilsu
hans, og hin síðustu tíu árin var hann óvinnufær.
Veikindin bar hann með þreki og karlmensku.
Jakob var gáfaður í besta lagi. Minnið var óbilugt,
og hjelt hann því óskertu fram í dauðann. Það var
unun að heyra hann segja frá liðnum atburðum. Hann
gat dregið upp svo skýrar myndir af mönnum og at-
burðum þeim, sem hann sagði frá, að áheyrandinn
bókstaflega sá það fyrir sjer. Hann var hagorður í
besta lagi, en hafði það lítt um hönd. í orðasennu
var hann harðskeyttur og markviss, þegar því var að
skifta, og þótti sumum ekki gott að verða fyrir skeyt-
um hans, er svo stóð á.
Jakob hafði aflað sjer allmikillar og haldgóðrar
sjálfsmentunar; var víðlesinn og fylgdist vel með fram
til hins síðasta í öllu því, er laut að verklegum fram-
kvæmdum og sjálfstæði þjóðarinnar. Fór hann ekki í
neina launkofa með skoðanir sínar, hvorki á mönnum
nje málefnum, því hann var maður hreinskilinn og
einarður; en skoðanir hans voru ávalt bygðar á bjargi
traustra röksemda.
Vmsir töldu Jakob harðlyndan og óþjálan viður-
skiftis. Sannleikurinn var sá, að lífið hafði farið um