Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 14
14
Ó Ð I N N
Landnámsmaður.
Það var eitthvað um 1897 — árið eftir jarðskjálftann
mikla á Suðurlandi 1896 —, að maður nokkur kom frá
Ameríku. Hann var íslenskur og þá um þrítugsaldur.
Sá, er þetta ritar, hafði þá hvorki heyrt hann nje sjeð
áður. En í Holtahreppi könnuðust ýmsir, eða nokkuð
margir, við hann, og þóttust sumir kunna ýmislegt um
bernsku og æsku hans að segja; þar á meðal það,
að þá hefði hann verið all-einkennilegur, nokkuð
»fyrirtektasamur« og glettinn. Sagður var hann hafa
verið munaðarlaus á bernskuárum, en upp alinn að
miklu eða mestu leyti hjá einum mesta höfðings-
bóndanum í Holtahreppi á þeim dögum, Erlendi Eyj-
ólfssyni á Herríðarhóli, og konu hans Guðrúnu Jóns-
dóttur. Eins og flestir framkomnir sveitadrengir á
þeim árum, mun þessi maður all-snemma hafa verið
sendur til sjávar, til róðra á opnum bátum eða skip-
um; en engar sögur gengu af sjómensku hans. En
hvað sem um það var, þá má þó fullyrða, að nokkur
dugur og stórhugur hafí verið í drengnum, því að
sagt var, að snemma hafi hann tekið að hnýsast í
bækur og ýms fræði, og loks hafi hann farið að bisa
við að læra eitthvað í útlendum málum og snapa sjer
út ofurlitla tilsögn í þeim, þar á meðal í ensku. Er
sagt, að Gísli læknir Pjetursson á Eyrarbakka hafi
verið einn helsti — og enda aðal-kennari hans í ensk-
unni o. fl. En hvort sem þessi kensla og lærdómur
var meiri eða minni, þá ljet piltur sjer þetta nægja
sem nesti alla leið til Ameríku, og er eigi vitað, hver
annar farareyrir var, eða hvernig sú ferð var farin.
því þar sem vaxandi kærleikur og vaxandi friður og
gleði ríkir, er síðasta árið fegurst og best.
Þessi orð eiginmannsins: »Hún gerði mig að gæfu-
manni«, eru án efa fegursta myndin, sem hægt er að
draga upp af lífi og starfi þessarar góðu og mikil-
hæfu konu, Þuríðar sálugu, og jeg veit með vissu, að
þau eru ábyggilegur sannleikur; hún gerði eiginmann
sinn að virkilegum gæfumanni og börnin sín að góð-
um, elskulegum börnum. En hún og þau hjónin hafa
líka aukið mikið á gleði og gæfu annara manna; það
var gott fyrir alla, sem lifðu skuggamegin á vegi lífs-
ins, að leita til þeirra; hjá þeim gátu þau reitt sig á
að finna sólargeisla, — samúð og kærleika —, og
virka hjálp, þegar þörfin var brýn.— Hinir sterku skilja
einatt best veikleika hinna veiku og eru fúsastir að
bera með þeim byrðarnar, sem eru þeim of þungar.
Þessi merku og mikilhæfu hjón, sem allir kunnugir
bera svo hlýjan hug til, áttu lykilinn að sælulandinu,
traustið til frelsarans Jesú Krists, og vjer, vinir þeirra,
vitum, að bænir þeirra opnuðu þeim fagra heima elsku
og umhyggju drottins; þau fengu á alveg sjerstakan
hátt að reyna mátt og vernd hins volduga í lífinu, og
þess vegna gátu þau einnig nú, er skilnaðarstundin
rann upp, sagt: »Verði þinn, en ekki minn, vilji, faðir«;
þau vissu, að faðirinn himneski veitir alt af börnum
sínum hið besta, hvort sem vjer skiljum það eða ekki.
Með innilegu þakklæti til þessara kæru hjóna, fyrir
ástúðlega vináttu þeirra, vil jeg enda þessar línur, og
með þeirri bæn, að blessun himnanna hvíli yfir þeim,
hvort sem þau eru »heima eða að heiman frá drottni*,
og yfir öllum ástvinum þeirra.
Kveðja frá sjera 3óni N. }óhannessen við jarðarför
konu hans frú Þuríðar Filippusdóttur.
Skín, Drottins ljós, og lýstu veginn mjer,
því lífs míns sól
í myrkum skuggum harma hjúpuð er,
en hjá þjer skjól
jeg veit jeg finn, er harmur hjartað sker.
O, hönd mjer rjettu, Guð, jeg treysti þjer.
Þú leiddir mig, barst Ijósið veg minn á,
mín Ijúfa snót.
Við lifðum okkar æfi líkt og strá
af einni róf.
Og umsjá þína sjerhvern dag jeg sá
sem sólargeisla heimilinu á.
Við áttum saman eina von og trú.
Jeg alt af fann:
Með þinni ást og góðleik gerðir þú
mig gæfumann.
Jeg finn, hve margt jeg á að þakka þjer
af því, sem líf og gæfa færðu mjer.
Jeg fer nú einn, án fylgdar þinnar, heim.
Mjer finst alt breytt.
Þó ómar rödd: Alt gott í minni geym,
af Guði veitt.
Mjer heilsar nú fyrst hús mitt gleðisnautt,
er heim jeg kem og sæti þitt er autt.
Haf hjartans þökk. — Að hugsa’ um endurfund
skal huggun mjer,
því jeg kem yfrum eftir litla stund
á eftir þjer.
Og rjettu mjer þá hlýja kærleiks hönd,
er höfn jeg tek á vonalandsins strönd.
Guðm. Einarsson.
Þ. G.