Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 32
32 0 Ð I N N Jóhannes Ólafsson og Helga Samsonsdóttir. Á Þingeyri við Dýrafjörð andaðist hinn 14. júní 1935 sá maður, er var einna nafnkunnastur í Vest- fjörðum og athafnamestur, og um nálægt 50 ára skeið kom meira við flest almenn mál í Vestur-Isafjarðar- sýslu á því tímabili en flestir aðrir, og þó einkum í sveit sinni, Þingeyrarhreppi, þar sem hann var helst- ur leiðtogi í flestum málum, og fá ráð svo ráðin, að hann ætti þar engan hlut að. Þessi maður var Jóhannes hreppstjóri — sem hann oftast var kallaður — Ólafsson og fyrverandi alþing- ismaður á Þingeyri í Dýrafirði. ]eg var honum sam- tíða þar upp undir 20 ár, og langar mig því til að láta frá minni hendi geymast á vísum stað nokkrar minningar um störf hans, og bið því »Óðin« að flytja þessi orð, ásamt myndum af honum og konu hans. Jóhannes Ólafsson var fæddur í Haukadal í Dýra- firði 12. júlí 1859. Faðir hans var Ólafur Jónsson, óðalsbóndi í Haukadal, og móðir, Ingibjörg, kona Ólafs, Jónsdóltir Djarnasonar í Sfapadal. Voru þau merk hjón og bæði góðum gáfum búin og komin af beslu bændaættum þar í Vestfjörðum. Ætt Ólafs er rak- in til Jóns Asbjörnssonar, bónda á Hólum í Dýrafirði um miðja 17. öld, í beinan karllegg merkir bændir hver fram af öðrum í Haukadal. Kona Jóns Bjarna- sonar í Stapadal og amma Jóhannesar var Kristín Bárðardóttir Guðmundssonar í Kálfavík við ísafjarðar- djúp, en móðir Kristínar var Sigríður Jónsdóttir, Arn- órssonar, sýslumanns í Arnardal Sigríður var þrígift, og átti, að Bárði látnum, Jón Þorvaldsson, bónda í Hvammi í Dýrafirði. Eitt barna þeirra var Bárður Jónsson í Kálfavík, afi Guðmundar prófessors Bárðar- sonar. Kemur margt merkra manna í Vestfjörðum við þessar ættir, og þóttu þar koma í ljós skýr ættar- einkenni: »hagleikur, ta'p, fróðleiksfýsn, fastlyndi, hag- nýtar gáfur<, segir mér fróður maður og kunnugur. Þau Ólafur og Ingibjörg bjuggu í Vstabæ svo köll- uðum í Haukadal og áttu 9 börn, er til fullorðins aldurs komust, og komu hjá þeim í ]jós ættareinkennin, hag- leikur og góð greind. En nafnkunnastur af þeim, auk Jóhannesar, er Matthías Ólafsson, fyrverandi alþingis- maður og þjóðkunnur maður. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum í Haukadal og var yngstur systkina sinna. Uppeldi fékk hann gott, eftir kröfum, sem þá voru gjörðar, en upplýsingar naut hann lítillar og var aldrei í neinn skóla settur. En eftir fermingu naut hann tilsagnar einn vetur hjá Eggert Jochumssyni, sem þá var barnakennari á Isa- firði. Og árin 1880—82 nam hann trjesmíði hjá Einari Bjarnasyni á Isafirði, er þótti góður trjesmiður og hafði lært iðn sína erlendis. Jóhannes varð og ágæt- ur trjesmiður, bæði um hagleik og atorku. Að loknu námi stundaði Jóhannes aðallega trje- smíði á Isafirði 1882—83, en var að sumrinu verk- stjóri hjá Holm verslunarstjóra á Isafirði. Um þetta leyti var á ísafirði Björn Kristjánsson, síðar banka- stjóri, alþingismaður og ráðherra, og nam Jóhannes að honum að leika á harmoníum í frítímum sínum. Hjelt hann seinna uppi söng og söngkenslu, er hann varð búsettur á Þingeyri, og varð fyrstur maður, er með kunnáttu kendi söng þar í sveit. Var hann alla tíð söngelskur maður og átti söngnæma konu, og oft leikið og sungið á heimili þeirra, Að öðru leyti en hjer hefur verið sagt, mentaðist Jóhannes af bóklestri og sjálfsnámi, enda gáfur góðar og fróðleiksfýsn, og skaplyndi hans það að vita deili á sem flestu því, sem nauðsyn er að vita á sem flestum sviðum lífsins og til umgengni við aðra upplýsta menn. Dönsku kunni hann, og nam til góðrar hlítar að mæla á enska lungu, bæði af bóknámi og umgengni við enskumælandi út- lendinga, sem oft komu til Þingeyrar. Af þessu og fyrir áhuga sinn varð Jóhannes vel mentaður maður, og fær um að gegna hinum margvíslegu störfum sín- um svo ve!, að öllum líkaði, og ávann honum með árum vaxandi traust. Arið 1883 fluttist Jóhannes aítur frá ísafirði til átt- haga sinna og settist þá að í Haukadal, og hinn 17. febr. 1884 kvæntist hann og gekk að eiga heitmey sína, Sigurlaugu Helgu Samsonsdóttur, sem síðar mun getið. Tók Jóhannes, þá er heim kom, að stunda smíðar á ýmsum stöðum, þar á meðal á Patreksfirði, og smíðaði þar íbúðarhús fyrir Sigurð kaupmann Bachmann og skömmu síðar barnaskólahús í Hauka- dal, all-reisulegt hús, er síðan varð verslunarhús. Hjelt Jóhannes jafnan áfram smíðum samhliða öðrum störfum, meðan hann hafði starfsþol, og smíðaði á Þingeyri mörg hús, þar á meðal barnaskólahúsið og kirkjuna og mörg íbúðarhús, bæði þar og til sveita. Árið 1887 flnttu þau hjónin frá Haukadal til Þing- eyrar og bjuggu þar jafnan síðar. Frá 1891 — 1896 starfræktu þau veitingahús á Þingeyri. Á þeim árum var þar mjög mannkvæmt af útlendingum, Englend- ingum og Ameríkumönnum, sem ráku fiskveiðar fyrir Vestfjörðum. Umboðsmaður þeirra var N. Chr. Gram, kaupmaður og ræðismaður á Þingeyri. Mun honum hafa þótt þöif á, að veitingahús væri á staðnum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.