Óðinn - 01.01.1936, Page 32

Óðinn - 01.01.1936, Page 32
32 Ó Ð I N N Jóhannes Ólafsson og Helga Samsonsdóttir. Á Þingeyri við Dýrafjörð andaðist hinn 14. júní 1935 sá maður, er var einna nafnkunnastur í Vest- fjörðum og athafnamestur, og um nálægt 50 ára skeið kom meira við flest almenn mál í Veslur-lsafjarðar- sýslu á því tímabili en flestir aðrir, og þó einkum í sveit sinni, Þingeyrarhreppi, þar sem hann var helst- ur leiðtogi í flestum málum, og fá ráð svo ráðin, að hann ætti þar engan hlut að. Þessi maður var Jóhannes hreppstjóri — sem hann oftast var kallaður — Ólafsson og fyrverandi alþing- ismaður á Þingeyri í Dýrafirði. Jeg var honum sam- tíða þar upp undir 20 ár, og langar mig því til að láta frá minni hendi geymast á vísum stað nokkrar minningar um störf hans, og bið því »Óðin« að flytja þessi orð, ásamt myndum af honum og konu hans. Jóhannes Ólafsson var fæddur í Haukadal í Dýra- firði 12. júlí 1859. Faðir hans var Ólafur Jónsson, óðalsbóndi í Haukadal, og móðir, Ingibjörg, kona Ólafs, Jónsdóttir Bjarnasonar í Stapadal. Voru þau merk hjón og bæði góðum gáfum búin og komin af bestu bændaæftum þar í Vestfjörðum. Ætt Ólafs er rak- in til Jóns Ásbjörnssonar, bónda á Hólum í Dýrafirði um miðja 17. öld, í beinan karllegg merkir bændir hver fram af öðrum í Haukadal. Kona Jóns Bjarna- sonar í Stapadal og amma Jóhannesar var Kristín Bárðardóttir Quðmundssonar í Kálfavík við ísafjarðar- djúp, en móðir Kristínar var Sigríður Jónsdóttir, Arn- órssonar, sýslumanns í Arnardal Sigríður var þrígift, og átti, að Bárði látnum, Jón Þorvaldsson, bónda í Hvammi í Dýrafirði. Eitt barna þeirra var Bárður Jónsson í Kálfavík, afi Guðmundar prófessors Bárðar- sonar. Kemur margt merkra manna í Vestfjörðum við þessar ættir, og þóttu þar koma í ljós skýr ættar- einkenni: »hagleikur, táp, fróðleiksfýsn, fastlyndi, hag- nýtar gáfur«, segir mér fróður maður og kunnugur. Þau Ólafur og Ingibjörg bjuggu í Vstabæ svo köll- uðum í Haukadal og áttu 9 börn, er til fullorðins aldurs komust, og komu hjá þeim í ljós ættareinkennin, hag- leikur og góð greind. En nafnkunnasfur af þeim, auk Jóhannesar, er Matthías Ólafsson, fyrverandi alþingis- maður og þjóðkunnur maður. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum í Haukadal og var yngstur systkina sinna. Uppeldi fékk hann gott, eftir kröfum, sem þá voru gjörðar, en upplýsingar naut hann lítillar og var aldrei í neinn skóla settur. En eftir fermingu naut hann tilsagnar einn vetur hjá Eggert Jochumssyni, sem þá var barnakennari á Isa- firði. Og árin 1880—82 nam hann trjesmíði hjá Einari Bjarnasyni á Isafirði, er þótti góður trjesmiður og hafði lært iðn sína erlendis. Jóhannes varð og ágæt- ur trjesmiður, bæði um hagleik og atorku. Að loknu námi stundaði Jóhannes aðallega trje- smíði á Isafirði 1882—83, en var að sumrinu verk- stjóri hjá Holm verslunarstjóra á Isafirði. Um þefta leyti var á Isafirði Björn Kristjánsson, síðar banka- stjóri, alþingismaður og ráðherra, og nam Jóhannes að honum að leika á harmoníum í frítímum sínum. Hjelt hann seinna uppi söng og söngkenslu, er hann varð búsettur á Þingeyri, og varð fyrstur maður, er með kunnáttu kendi söng þar í sveit. Var hann alla tíð söngelskur maður og átti söngnæma konu, og oft leikið og sungið á heimili þeirra. Að öðru leyti en hjer hefur verið sagt, mentaðist Jóhannes af bóklestri og sjálfsnámi, enda gáfur góðar og fróðleiksfýsn, og skaplyndi hans það að vita deili á sem flestu því, sem nauðsyn er að vita á sem flestum sviðum lífsins og til umgengni við aðra upplýsta menn. Dönsku kunni hann, og nam til góðrar hlítar að mæla á enska tungu, bæði af bóknámi og umgengni við enskumælandi út- lendinga, sem oft komu til Þingeyrar. Af þessu og fyrir áhuga sinn varð Jóhannes vel mentaður maður, og fær um að gegna hinum margvíslegu störfum sín- um svo vel, að öllum líkaði, og ávann honum með árum vaxandi traust. Árið 1883 fluttist Jóhannes aítur frá ísafirði til átt- haga sinna og settist þá að í Haukadal, og hinn 17. febr. 1884 kvæntist hann og gekk að eiga heitmey sína, Sigurlaugu Helgu Samsonsdóttur, sem síðar mun gefið. Tók Jóhannes, þá er heim kom, að stunda smíðar á ýmsum stöðum, þar á meðal á Patreksfirði, og smíðaði þar íbúðarhús fyrir Sigurð kaupmann Bachmann og skömmu síðar barnaskólahús í Hauka- dal, all-reisulegt hús, er síðan varð verslunarhús. Hjelt Jóhannes jafnan áfram smíðum samhliða öðrum störfum, meðan hann hafði starfsþol, og smíðaði á Þingeyri mörg hús, þar á meðal barnaskólahúsið og kirkjuna og mörg íbúðarhús, bæði þar og til sveita. Árið 1887 flnttu þau hjónin frá Haukadal til Þing- eyrar og bjuggu þar jafnan síðar. Frá 1891 — 1896 starfræktu þau veitingahús á Þingeyri. Á þeim árum var þar mjög mannkvæmt af útlendingum, Englend- ingum og Ameríkumönnum, sem ráku fiskveiðar fyrir Vestfjörðum. Umboðsmaður þeirra var N. Chr. Gram, kaupmaður og ræðismaður á Þingeyri. Mun honum hafa þótt þöif á, að veitingahús væri á staðnum og

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.