Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 93
Ó Ð I N N
93
En básúnur glumdu’ og gullu
í geimnum pól frá pól:
Fjarlægið helvítis hnöttinn,
sem hangir í þreftándu sól!
Mjer skjálfandi’ af ótta skildist,
sú skipandi rödd hefði vald,
en hjelt mjer samt dauðahaldi
í herrans klæðafald.
]eg hafði’ í heiminum vanist
við hnefa-at og slark.
En fjekk nú af fætinum mikla
eitt ferlegt heljarspark.
Og burt frá þeim bjarta geimi
jeg barst sem í vindi fis
með Lúcífers leiguþjóni
á leið til helvítis.
Jeg eygði frá undirdjúpum
stór eldgos og svartan reyk,
og fann þaðan langar leiðir
sem lykt af brendri steik.
Mjer ógnuðu öskurhljóðin
frá opnum vítis hver.
En djöfullinn sá, sem dró mig,
hló dátt við eyra mjer.
Hann sagði: Þú sjerð þarna niðri
þá Cæsar og Napóleon,
og Alexander og Atla
og Egil Skallagrímsson.
Jeg spurði, hvort helvíti hýsti
þær hetjur og kappalýð.
Hann sagði: Þar eru allir,
sem auka á jörðu stríð.
Og allir, sem hafa ætlað,
að umbæta Drottins verk.
Hann vill, þeim sje haldið i heiðri,
og hönd hans og reiði’ er sterk.
En hjá honum eru hetjur,
sem hafa í jarðlífsins vist
með ástríki öllum hjálpað.
Hann átti við Búdda’ og Krist.
III.
Jeg svaf eins og Skrímnir í skugga
við skógarins leynistig,
og ofan á enni mjer þaðan
fjell akarn og vakti mig.
Skógarljóð.
I.
Þegar sumarhauðrið hylst
húmi á kvöldsins síundum,
vaknar margt úr dái’, er dylst
degi’ í skógarlundum.
Meðan nýtur friðar fold,
fugl í víði sefur,
út úr lágu leyni’ í mold
læðist svangur refur.
Eins um nætur hugans heim
húmsins sveimar vofa
mörg frá duldum myrkra heim.
Menn og skepnur sofa.
Þar var læðst svo hægt og hljótt,
heyrðu, -- það er óttinn.
Þar var hvíslað þýtt og rótt,
— það er sumarnóttin.
II.
I þessum þrönga skógi
einn þjófur úr Ieyni skreið,
braut rúðu hjá ríkis manni
og rændi silfurskeið.
Og lögreglan fór að leita.
Um landið fór hræðslu sónn,
er mitt inn í myrka skógnum
fanst myrtur Iögregluþjónn.
Og þjófurinn leyndist þarna,
En því næst fregnin ber,
að nóttina næstu á eftir
hann náð hefði’ í silfurker.
Nú stóðu menn vopnaðir víða
á verði um myrkan skóg.
En aftur kom fregn, sem uggi
og ótta að fólki sló.
Nú þrír lágu þarna dauðir,
en þjófurinn sloppið gat
og rjeðist ennþá á rúður
og rændi úr búri mat.
Hann einnig hálsfesfi og hringum
frá herramanns frúnni stal.