Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 33
O Ð I N N 33 Jóhannes Ólafsson. hvatt til þess, að þau hjónin tækju það að sjer. En ekki mun sú atvinna hafa átt mjög við skap Jóhann- esar, og ljetu þau því af veitingasölunni 1896. Á því ári reisti Jóhannes sjer vandað hús, sem þau bjuggu í jafnan síðan, og hefur það altnent verið og mun enn vera nefnt pósthúsið. Stundaði hann þar síðan, sem áður er sagt, iðn sína, samhliða þeim opinberu störfum, sem hann hafði á hendi og nokkuð mun hjer á eftir verða sagt frá. Hlóðust þau störf á hann fleiri og fleiri, því að flestu var til hans beint, sem til þurfti að vanda, og brást hann ekki því trausti, sem til hans var borið. Árið 1889 varð Jóhannes hrepp- stjóri og ári síðar kosinn í hrepps- nefnd, og gegndi hvorutveggja því starfi til dauðadags svo vel, að hann ávann sjer traust bæði yfirboðara og annara, sem við hann áttu að skifta. Oddviti hreppsnefndar var hann frá 1896 til 1928, er hann mun fyrir aldurs sakir hafa óskað, að yngri maður tæki við því. Þessi störf, sem bæði eru vanda- söm, ef vel eiga að vera unnin, ekki síst oddvita- starfið, erfitt og einatt vanþakklátt, er mjer óhætt að fullyrða, að Jóhannes leysti af hendi svo vel sem best verður á kosið. Hafði hann til þess alla hæfileika, áhuga á að láta öll störf sín fara vel úr hendi, og rótgróna ræktarsemi við sveit sína og bygðarlag, að stuðla sem best að heill þess og sóma í hvívetna; ritfær og reikningsglöggur í besta lagi, ákveðinn og einbeittur skapmaður, en þó sanngjarn, mannúðlegur og réttsýnn. Hinn 14. mars 1896 stofnuðu 20 manns sparisjóð fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu með heimili á Þingeyri. Var Sigurður Magnússon, læknir, fyrstu þrjú árin gjaldkeri sjóðsins og reikningshaldari. En þegar hann fluttist til Patreksfjarðar, var Jóhannes kosinn gjaldkeri sjóðsins 7. júlí 1899 og var það síðan til dauðadags og aðal- forráðamaður hans, og hefur sjóðurinn dafnað ágæt- lega undir stjórn hans og verið til mikils gagns og hagsmuna fyrir hjeraðið. Helga Samsonsdóttiv. Árið 1897 komu barnaeigendur á Þingeyri á fót barnaskóla og var Jóhannes upphafsmaður að því, og hafði ásamt nokkrum öðrum forgöngu fyrir stofnun skólans. Var í fyrstu kent í prívathúsi, en síðan í þinghúsi hreppsins, þangað til skólahúsið var reist. Hefur síðan staðið skóli á Þingeyri og var Jóhannes kosinn í skólanefnd 1899, og frá því, er skólaskylda var lögleidd 1908, var hann formað- aur skólanefndar þangað til 1923. Þá tóku yngri menn við umsjón skóla- mála. Um 1898 var farið að halda svo- nefnda þing- og héraðsmálafundi í Vestur - ísafjarðar- sýslu. Voru kosnir á sveitarfundi 3 menn í hverjum hreppi til að mæta á þeim fundum. Mun þessi sýsla hafa verið hin fyrsta á landinu eða eina, sem haldið hefur stöðugt á hverju ári slíka fundi. Jóhannes var hinn helsti hvata- maður til þessara funda og hefur frá upphafi setið á þeim öllum, kosinn til þess í einu hljóði á sveitarfundum, nema hinum síðasta, er var hinn 36., og haldinn í mars 1935 í Súgandafirði; heilsu sinnar vegna og að læknisráði gat Jóhannes ekki sótt þann fund. A fund- unum var hann ávalt frá upphafi valinn fundarstjóri, þangað til hann aldurs vegna baðst undan því og var eftir það varaforseti. Um gagnsemi þessara funda verður hjer ekki dæmt, en þó má telja víst, að þar hafi komið frumkvæði að ýmsu, er að framkvæmd hefur orðið í hjeraðs- og landsmálum, og Jóhannes Olafsson átt þar margar tillögur. Haustið 1898 var Jóhannes skipaður póstafgreiðslu- maður á Þingeyri, og hjelt því starfi einnig til dauða- dags, þótt kominn væri þá yfir aldurstakmark opin- berra starfsmanna; þykir mjer og sennilegt, að ekki hafi skort hjá honum á reglusemi í starfinu. Er mjer sagt, að hann hafi verið elsti póstafgreiðslumaður á landinu. Sáttanefndarmaður var Jóhannes skipaður 1903 og gegndi því starfi til dauðadags. Sama ár var Jóhannes kosinn alþingismaður, hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.