Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 45
Ó Ð I N N 45 að mennirnir vaxi að sama skapi og þroskíst. Menn- irnir hafa í blindni trúað því, að slíkt hlyti að fylgj- ast að —, og nú eru menn loks að vakna upp við vondan draum. Mannkynið er ekki lengur á framfarabraut, heldur sennilega hið gagnstæða; þ. e. hinn andlegi og líkam- legi þróttur mannsins, sem hann fær að erfðum, hefur ekki aukist hina síðustu tíma1). Hættan, sem er fram undan, er sú, að hnignun manndómsins sje þegar í byrjun, eða að minsta kosti í nánd, yfirleitt hjá menn- ingarríkjunum. Þau náttúruöfi, sem reistu manninn upp úr villimensku og eymd, og gerðu hann að kon- ungi jarðarinnar, eru nú ekki lengur ráðandi hjá menningarþjóðunum. — Það náttúrulögmál, að það sterka lifi hið veika, og víki því úr vegi, gildir ekki lengur um mennina, og ekkert hefur verið sett í stað- inn. Það er þetta lögmál, sem Darwin fann, og allir fræðimenn þekkja nú, að engar tvær lífsagnir eða verur myndast eða eru alveg eins. Hjá hinum Iægstu dýrum og jurtum er munurinn minstur, og að eins vísindamönnum sjónbær; en því ofar sem dregur í hinni lifandi náttúru, er munurinn meiri, og hvergi eins mikill og hjá manninum. Mörg þúsund ára mann- leifar sýna, að mennirnir voru þá af fleiri og töluvert ólíkum kynjum (Race), sem voru skýrt aðgreind að Iíkamsbyggingu og heilabúi, er sýndi mismunandi and- lega hæfileika. Kenningin um »náttúrlegan jöfnuð* eða líking er ein sú stærsta villa, sem mannkynið hefur hent. Það er ekki annað en rótlaus draumsýn. I náttúrunni fyrir- finst ekki jöfnuður. Það er einmitt andstæða þessarar kenningar eða hugsjónar, sem er eins róttæk nátt- úrulög eins og t. d. þyngdarlögmálið. Lögmál, sem öll framþróun í heiminum byggist á. II. Bók Darwin’s, »Um uppruna tegundannac, kom út um 1860, og hafði strax feikna áhrif, eins og áður er bent á. Það er framþróunin, sem byggist á erfða- lögmálinu, sem þar er sýnd. Darwin einbeitti rann- sóknum sínum að dýrum og jurtum, en lærisveinn hans, er var honum samtíða, en nokkru yngri, jók þar við, heimfærði þær til mannanna og dró af þeim rökrjettar ályktanir. Það var Francis Galton. Hann var höfundur þeirrar fræðigreinar, er nefna mætti: »Mannrækt« (Evgenik eða Raceforbedring). Hann sýndi fram á, hve mennirnir væru ólíkir að upplagi, og hve mikið mætti bæta mannkynið, með því að kynrækta það 1) Lodhrup Stoddard: „The Revolt against Civilisation". — Hjer á eftir fer eitt og annaö, sem tekið er úr þeirri bók. Jón Jónsson Gauti, sem skrifað hefur grein þá, sem hjer fylgir, er einn hinna svo nefndu Gautlandabræðra, sona ]óns Sigurðssonar alþingis- forseta á Gautlöndum. Hann er fæddur 28. febrúar 1861 á Gaut- löndum og ólst þar upp. Hann tók þegar á ungum aldri mikinn þátt í starfsemi Kaupfjelags Þingeyinga á Húsavík, en gekst síðan fyrir stofnum kaupfjelags- skapar í NorðurÞing- eyjarsýslu 1894, og veitti því fjelagi for- forstöðu til 1915. Hann kvæntist 1896 Sigur- veigu Sigurðardótlur frá Ærlækjarseli í Oxar- firði, og bjuggu þau fyrst á Gautlöndum, og síðan um hríð í Ær- lækjarseli, en fluttust að Hjeðinshöfða á Tjörnesi 1910 og bjuggu þar stórbúi í 10 ár. Þaðan fluttust þau aftur að Ærlækjarseli, og hafa als búið þar 18 ár. Á síðastliðnu ári fluttust þau til Reykjavíkur og dvelja nú hjá syni slnum, Sigurði verkfræðingi. Á fyrri árum var Jón oft í förum erlendis fyrir kaupfjelag sitt. Tveir hinir eldri Gaut- landabræður, Kristján dómstjóri og ráðherra og Pjetur alþingis- maður og ráðherra, eru nú fallnir frá fyrir nokkru, og Þorlák- ur, yngsti bróðir þeirra, andaðist á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn. En á lífi eru Jón og Steingrímur fyrv. bæjarfógeti á Akureyri. besia og hæfasta, en láta það lakasta og óhæfa hverfa. Hin fyrsta bók Galton’s, sem kom út 1865, vakti ekki mikla athygli í fyrstu. Það var ekki fyr en um aldar- lok að vísindamenn, og aðrir, fóru að gefa ritum hans og kenningum verulega gaum. En nú er hann talinn höfund- ur merkilegrar fræðigreinar, sem á meðal fylgjenda sinna nokkra mikilhæfa vísindamenn, er hafa leitt í ljós mikil og merk sannindi, er áður var mótmælt af fræðimönn- um. Það er nú talið sannað, að náttúrlegir hæfileikar mannsins, og frumeðli, gangi í erfðir, en ekki það, sem mennirnir eða menningin skapar eða lífskjörin. Sú kenning, að lífskjörin ein skapi manninn, er nú að láta undan síga. Vísindin hafa mótmælt henni. Nýi tíminn leiðir hið sama í ljós. Hæfileikarnir fá nú að njóta sín miklu betur en áður. Skólaganga er nú orðin almenn í flestum löndum, og fyrir nokkru einnig hjer á landi. Lengi mun það hafa verið skoðun menta- manna, og þeirra, er við skólamál fást, að þeir — skólarnir — ættu að jafna mennina, enda var lengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.