Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 17
Ó Ð I N N
17
börnin að heiman. En á meðan þau voru heima, var
líka byrjað á nýjan leiU að reyna að bæta von-
brigðin vondu, sem hinn upphaflegi mikli og skáld-
legi trjá- og jurtagarður húsbóndans þarna hafði valdið
með ófrjósemi sinni og ónýtileik. Komu þá tveir
garðar í staðinn fyrir einn, engu ólistulegri en sá upp-
haflegi, og má segja, að þar hafi skift með sjer verk-
um börnin og faðirinn. í all-brattri brekku fyrir framan
og neðan húsaþyrpinguna, niður að þjóðveginum, var
þá komið dável ræktað tún. Þann blett allan lögðu
systkinin undir sig, umgirtu hann vandaðri girðingu
og smekklegri, ofan frá suðurhliðum husaþyrpingar-
innar austast og vestast og niður undir þjóðveginn,
og komu síðan upp innan girðingarinnar einum hin-
um fegursta jurta- og blómareit í brekkunni, beint
móti suðri og sól; öll brekkan hlaðin upp í syllur og
stalla, ýmist beina eða bogadregna, sæti, bekki o. s.
frv., með mjög reglulega settum ungum trjám og
blómajurtum, en fallegum breiðum tröppugangi úr trje
niður brekkuna um miðjan garðinn, en steypuhellum
þar fyrir neðan, auk annarar prýði. Voru strax og eru
enn fullar líkur fyrir því, að þarna þyrftu eigi vaxtar-
og fegurðarvonir að bregðast, ef hugulsemi og hag-
sýni nyti, enda hefur garður þessi hingað til verið
yndislegur reitur að sumarlagi. En í sömu brekkunni,
rjett vestan og norðan við umræddan skrúðgarð, var
lítt ræktað stórgrýtis- og móanef suðvestur úr bæjar-
holtinu, einnig rjett við þjóðveginn. Þar bar gamla ný-
byggjann niður í tómstundum sínum, og tók að afgirða,
með háum garði úr grjóti og sniddu, all-stóran blett,
og síðan að ryðja og rækta innan þessarar girðingar.
Þar, sem grýttast var, kom hann fyrir ýmislegustu
fjalla- og kletta-blómajurtum, en annarstaðar ýmsum
öðrum trjá- og jurtategundum. Einnig þessari grýttu
brekku breytti hann ýmislega, í syllur og stalla, króka
og kima, sæti, ganga o. s. frv., svo að gaman var yfir
að líta, um að ganga eða setja sig niður. Þarna var
skjól og sól, jarðvegur allgóður innan um grjótið, og
einnig unt að veita nægan áburð, ekki stærri bletti.
Enda var þetta farið að sjá á, og lítur hið bezta út
hjá þessum frumlega frumbyggja. Þarna undi hann
líka öllum sínum stundum, að vor- og sumarlagi, er
hann hafði afgangs frá aðkallandi störfum öðrum,
lækningaferðum, móttökum og afgreiðslum gesta o. s.
frv., og alt af eða langoftast einn, að bisa og bjástra,
nostra og njarva eitthvað garðinum sínum til gagns
og prýði.
Síst væri því að undra eða lá, þótt þessi maður og
kona hans hafi nú, og enda fyrir löngu, tekið ást-
fóstri og trygð við hið umrædda nýbýli sitt, sem til
er orðið, eins og nú er lýst, eftir um 40 ára látlaust,
frumlegt og merkilegt samstarf þeirra, sem að mörgu
leyti er lærdómsríkt og til fyrirmyndar. Það er og
öldungis víst, að þeim hjónum hefur ekkert verið rík-
ara í hug en það, að vera þarna alla æfi og vinna
enn meira og fleira en þegar er gert, þótt margt og
mikið sje, og síðan verða þaðan dauð út borin.
En fyrir þetta virðist nú þó vera tekið, að nokkru
eða miklu leyti. Ekki vantar þó enn áhugann og starfs-
þrána, og enn eru eftir miklir starfskraftar hjá báð-
um, þótt yfir sjötugt sjeu.
En landnártismaðurinn er orðinn blindur á líkams-
augunum, og situr nú eða reikar í myrkrinu um bjarta
daga sem dimmar nætur með allar sínar mörgu hugs-
anir og æfihugsjónir, en eiginkonan dygga og trygga
heldur enn góðri sjón og miklu þreki, og er honum
nú, eigi síður en jafnan fyr, alt í öllu. Börnin eru
farin, hvert í sína lífsstöðu, eins og fyr segir, og
hjónin mega nú heita alein eftir í hinum miklu húsa-
kynnum, svo að eigi er sýnilegt, hvernig eða hve
lengi þau geta úr þessu dvalið 'á þessu merkilega
nýbýli sínu.
En eins og flestir kunnugir munu þegar vita af
framansögðu, eru hjón þessi: Ameríkufarinn, frum-
bygginn og læknirinn Olafur Isleifsson og kona hans
Guðríður Eiríksdóttir, frá Minni-Völlum á Landi, og
þarf nú eigi framar að lýsa. Hefur nýbýlið þeirra
verið nefnt Þjórsártún, en ætti miklu fremur að kenn-
ast við stofnandann og heita Olafs-Ás eða Olafs Ðól,
og má varla minna vera.
En hvað á nú að verða um þetta »Ból«, sem
þegar má kallast að mörgu leyti höfuðból, og gæti
orðið það að flestu leyti, ef svo væri áframhaldið,
sem byrjað er? Hver á nú að hirða um og auka hina
stóru, efnilegu túnbletti? Hver mun nú verða til að
halda við, hirða um og prýða enn meira jurta- og
blómagarðana merkilegu, þegar þessi hjón eru þrotin
eða farin, og landneminn gamli getur ekki lengur
verið að grúska þar, hlúa að og hagræða blessuðum
blómunum? Eða á þetta alt að leggjast í rústir og
verða aftur að óræktar móum?
Heyrst hefur, að hjónin vilji selja, en ekki, að
nokkur vilji kaupa. Trúlegt er, að eigi verði selt hjer
eða keypt í von um arðsama verslun, og ekki heldur
um gistingar og greiðasölu þarna, þar eð komnar eru
nú samkeppandi verslanir á næstu grös, austan og
vestan, og lítil þörf orðin á gisti- og veitingastöðum,
fleirum en nú eru, þarna með þjóðleiðinni, síðan bíl-
ferðir hófust. Auk þess er ekki alt fengið með því,
að einhver og einhver kaupi, að því er þennan stað