Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 12
12
ur hafi lofað sjer 400 rd. ferðastyrk. Ekki nefnir
Rask þennan kaupmann, en líklega hefir hann ver-
ið frá Reykjavík, því að þar kom Rask út1, og er
þá varla öðrum til að dreifa en Gísla kaupmanni
Símonarsyni, því að um þetta leyti mun varla hafa
verið neinn annar innlendur kaupmaður í Reykjavík,
sem nokkuð kvað að. Hann fór líka utan árið áð-
ur (1812 um haustið) og hefir eflaust verið í Höfn
veturinn 1812—1813 2.
Af íslendingum þeim, sem Rask hafði kynnzt eða
vingazt við á fyrstu stúdentsárum sínum í Höfn,
vóru þá þrír komnir aptur heim til íslands, en þeir
vóru Arni Helgason, Bjarni Thórarensen og Hall-
grímur Scheving3. Hallgrímur Scheving var þá
kennari við Bessastaðaskóla, Bjarni Thórarensen
yfirdómari við landsyfirrjettinn og bjó í Reykjavík,
og Arni Helgason prestur að Reynivöllum í Kjós.
Rask ljet það vera sitt fyrsta verk, þegar hann var
kominn til Reykjavíkur4, að heimsækja Árna Helga-
1) Espólín, Árb. XII., 66. Samanber brjef Itasks í formál-
anum fyrir Saml. Afh. J, 24 og hjer á eptir.
2) Espólíu, Árb. XII, 59. Síðan þetta var samið, hefi jeg
fundið í brjefi Rasks til Bjarna Thorsteinssonar, dags. Reyni-
völlum 30. ágúst og Reykjavík 2. sept. 1813, að það er rjett
til getið, að Rask hafi komið út með skipi Gísla, en Gísli var
ekki meiri drengur en svo, að hann tók af honum 300 rdl. fyr-
ir farið, sem hann hafði lofað honum skyldi verða ókeypis,
og að auki varð Rask að borga 50 rdla. þóknun til skips-
fólksins.
3) Árni Helgason fór heimleiðis frá Höfn árið 1808, en skip-
ið, sem hann var á, rak til Noregs fyrir stórviðri, og var hann
þar um veturinn og kom út sumarið 1809 (P. Pjetursson, Hist.
ecel. Isl. 393—394). Hallgr. Seheving f ór til íslands í júní-
mánuði 1810 (Bjarni Thórarensen, Kvæði, Khöfn 1884, bls. 21.).
Bjarni Tliórarensen fór heim 1811 um vorið (s. st. bls. XI.
P. Pjetursson, Hist. eccl. Isl., bls. 402).
4) í brjefi sínu til Bjarna Thorsteinssonar, því er fyr var