Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 121
121
stunga Finns Magnússonar um að gera hann að
heiðursfjelaga hafi verið felld á vorfundi fjelags-
deildarinnar í Kaupmannahöfn 1828, og kennir hann
það Vigfúsi Eiríkssyni og lagsbræðrum hans, ung-
um löndum í Höfn1. Hann fer þar nokkrum orð-
um um rit þau, sem út höfðu komið frá bókmenta-
fjelaginu, og þykir mjer hlýða að tilfæra þau, því
að þau lýsa svo vel skoðun þessa merka manns á
stefnu og störfum fjelagsins:
„Og þó jeg haldi iðnir þessa fjelags til lœrdóms
aiika, yfrið þarflegar allmargar, verð jeg samt að
vitna eptir bezta áliti mínu, að sumar eru ekki hent-
ugar til aiþjóðlegrar mentunar, uppfræðingar og
siðabótar, heldur fyrir einstaka lærdómsmenn, fornra,
jafnvel ómerkilegra, viðburða og ættartalna safnara.
Tel jeg til dæmis Árbækur frænda og vinar míns
Espólíns, að hverjum fáum mönnum, jafnvel lærðum
og góðum, meðal vor geðjast, og virðist, sem það
minnisverða, þær innihalda, mætti allt innibinda í
*/,(, hluta þeirra fjölyrða, en mundu hins lítt sakna,
enda seldust öll 6 bindin—hjer um 112 arkir—með
illan leik á 4 rdl. til samans í haust á Eyjafirði.
Veit jeg að sönnu, að þið herrar prófessórar hafið
reynt til að mæla vel fyrir þeim, en fjöldinn finnur
ei það í þeim, sem einstakir fornfræðavinir meta
meira.
Sama er að segja um kvæði forföður míns sra.
Stepháns, að fáum finnst hjer til þeirra, þykir lítið
og gisið prent á hverju arki, og þó enn ómerki-
legra efni margra kvæða og litlir yfirburðir þeirra
yfir óvalin. Og ekki hefði mikið þótt koma til
álíkra, þó kveðin og prentuð hefðu frá mjer út
1) Vigfús Eiríksson átti snarpa ritdeilu vid Magnús Steph-
ensen um þær mundir út úr Landsuppfræðingarfjelaginu.