Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 107
107
Meira man jeg nú ekki. Kona min biður að
heilsa þjer—en jeg er ætið
þinn einlægur elskandi vin
A. Helgason.
4.
Görðum 1. sept. 1832.
Mikið var jeg nú orðinn hræddur um, að jeg
mundi ekki fá brjef frá þjer, því það dróst svo
lengi, að það kæmi. Loksins kom það norðan úr
landi, og var svo snemma í sumar skrifað (26. maí),
að það hefði getað, ef lukkan hefði greitt þessferð,
komið mánuði fyrr. Mjer þótti því vænna um það,
sem jeg var kominn nær vonarleysi, og það þá, þeg-
ar kom, reyndist svo elskulegt, sem jeg bezt gat
kosið.
þ>eir gerast býsna gemsar, vorir ungu lærðu menn.
J>eir sem eru farnir að eldast, vega ekki mikið á
móti þeim. Eða hvernig lízt þjer áritgjörð Tómas-
ar um íslands upplýsingu. Hann vill, að mjer sýn-
ist, láta bændur fara að stúdera og hætta vinnu, að
minnsta kosti á veturna. Jeg vildi hann væri orð-
inn prestur hjer til að sýna oss í praxi það, sem
hann theoretiserar. En jeg ætla honum sje það nú
fyrst um sinn heldur lágt. f>að telur hann sem
vott þess, að hjer á landi sje lítið um upplýsingu, að
bændur kaupa lítið af Ármanni á alþingi. Hafi hann
ekki önnur verri merki, þá lízt mjer hann kveini
ekki mikið.
Baldvin er nú búinn að skrifa um stöndin, og
ætlaði jeg meiri vanda á að skrifa um það efni,
heldur en svo, að hver laudabiiis kandídat gseti
tekið það fyrir sig. En þú kannast víst við þessa