Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 40
40
hvað ísland á þessum manni að þakka, hverja þýð-
ing hin vísindalegu verk hans hafa fyrir íslenzka
málfræði og fornfræði, hver áhrif hann hefir haft á
bókmentalíf lands vors á þessari öld. og sjerstak-
lega hvað hann hefir gjört fyrir hið íslenzka bók-
mentafjelag.
Af hinum vísindalegu ritum Rasks, sem snerta ís-
land og islenzkar bókmentir, standa ritin um ís-
lenzka málfræði fremst í flokki. Rask gerir eigi
minni bylting i íslenzkri málfræði en Copernicus
gerði i stjörnufræðinni, því að Rask skapar hina
islenzku málfræði frá rótum ; þau rit, sem til
vóru um íslenzka málfræði á undan honum, hafa
litla sem enga vísindalega þýðingu.
Áður en Rask kom til sögunnar var að eins til
ein prentuð málmyndafræði islenzk, eptir Runólf
Jónsson (Recentissima antiquissimae linguae septen-
trionalis incunabula, id est grammaticae islandicae
rudimenta per Runolphum Jonam Islandum. Hafniae
1651). J>essi bók hefir enga hljóðfræði, nema mjög
ófullkomnar reglur um framburð stafa. Hann skoð-
ar vísifornafnið sd sem greini og beygir það með
hverju nafnorði, t. a. m. sá maður, líkt og der mensch
á þýzku ; þetta sd segir hann sje í ávarpsfalli ein-
tölu þií og í ávarpsfalli fleirtölu pjer.
Hann hefir tekið eptir þvi, að nafnorðin beygjast
öðruvisi, þegar greinirinn er skeyttur aptan við þau,
en þegar þau standa greinislaus. Beyginguna án
greinis kallar hann einfalda (declinatio simplex), en
beyginguna með viðskeyttum greini samsetta (declina-
tio composita). En hann heldur, að þessi viðbót,
sem nafnorðin stundum fá, sje hið persónulega for-
nafn hann, með öðrum orðum, að maður-inn standi fyrir
maður-hann, mann-inum fyrir manni-honum, manns-
ins fyrir manns-pess (þannig!) eða manns-hans osfrv.!