Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 14
14
þegar hann kom úr þessari ferð, t septembermán-
uði um sumarið, segir hann greinilega frá ferðum
sínum fyrsta sumarið. Tvö af þessum brjefum hefi
jeg þegar nefnt og eru þau prentuð hjer á eptir,
annað til Bjarna Thorsteinssonar en hitt til Gríms
Jónssonar. þriðja brjefið, dags. 6. sept. 1813, er
prentað í æfisögu Rasks í Saml. Afh. I, bls. 23, og
skal jeg leyfa mjer að lesa upp kafla úr því:
„Jeg er þá kominn til ísiands, og er það gott.
Jeg vona, að það verði til þess, að mjer fari tals-
vert fram í tungumálanámi mínu. Annars hefðijeg
aldrei lært íslenzku til hlítar, hvað sem jeg geri nú.
Islenzka er mjög erfitt mál, af því að það nær yfir
svo mikið svæði bæði í tíma og rúmi, og hefir svo
marga talshætti og einkennileg nöfn á smáhlutum
og háttum, sem eru sjerstakir fyrir ísland og Norð-
urlönd. Reyndar er ekki hægt að læra mikið á
því að tala málið hjer í bænum, því að jeg hefi tal-
að dönsku nærri því eins mikið og íslenzku, en
nokkuð læri jeg þó æfinlega. Jeg hefi líka safnað
að mjer nokkrum bókum, sem jeg hefi keypt eða
fengið að láni eða gjöf, og í vetur ætla jeg að lesa
þær og er þegar byrjaður, og hefi tekið eptir ýmsu
viðvíkjandi íslenzkri málfræði .... Tvær stuttar en
mjög skemtilegar ferðir hefi jeg farið. Fyrst fór
jeg upp í Kjósarsýslu til Árna Helgasonar og var
hjá honum viku. Prestsetrið, þar sem hann býr, er
varla eins vel eða þægilega hýst eins og bær föður
mins var á Fjóni. J>að er torfbær með torfveggjum
og torfþaki og er þar enginn ofn. Eldhúsið er sjer-.
stakt hús og er engu betur lagað til að vera lestr-
arherbergi en ölhituhús ( Danmörku. En prestur-
inn hefir allgott bókasafn og notar það. Hann hef-
ir líka hjá sjer nokkra námsmenn til kennslu á vetr-
inn og er einn af þeim bróðir hans. þaðan fór jeg