Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 68
68
um i sama hjeraði. Hvergi hjer á landi hefir mjer
liðið eins vel, hvergi hefi jeg lifað eins þægilegu og
viðkunnanlegu, en þó mjög einföldu og óbreyttu lífi,
eins og hjá konferensráði Thórarensen á Möðruvöll-
um. Hann er eflaust mestur snyrtimaður hjer á landi,
og hann einn virðist mjer vera líkur höfðingjum hjá
öðrum mentuðum þjóðum. Jeg hefi ekki hitt nema
einn níðangalegan og ásælinn þumbara í allri ferð-
inni, en það var N. á N. við Mývatn, sam er ferju-
maður yfir Jökulsá á Fjöllum (eða í Axarfirði). Til
dæmis tók hann einn ríkisdal í smápeningum af fá-
tækri konu, sem var orðin öreigi og hafði verið vís-
að á fæðingarhrepp sinn, og þó varð hún mjer sam-
ferða yfir ána og þurfti alls ekkert aukreitis fyrir
henni að hafa, hvorki erfiði nje tímatöf. Einn mann
annan hefi jeg fundið svo meinsaman, að hann vildi
ekki einu sinni svo mikið sem lofa mjer að líta á
töluvert safn af sögum og kvæðum, sem hann átti,
þó að jeg heimsætti hann og beiddi hann um það og
hefði meðferðis það hepti af orðabókinni1, sem titil-
blað og formáli fylgir, til að sýna honum. f>að var
Sra. Arni, prófastur á Brekku í Skaptafellssýslu'2,
Allir aðrir hafa gert sjer far um að gera mjer ferð-
ina skemmtilega og gagnlega, og það vona jeg hún
verði, eptir því sem um er að gera. Sra. Arni á
Kirkjubæ3 og sonur hans Sigfús eru, auk Hannesar
1) o: Orðabók tíjarnar Halldórssonar, sera Rask gaf út að
mestu leyti, sbr. 8. bls. hjer að íraman. Utg.
2) Árni Gíslason var prestur að Stafafelli í Lóni 1785—1823,
prófastur í Austur-Skaptafells prófastsdæmi 1787—1814, dó
1840. Útg.
3) Árni þorsteinsson var prestur að Hofi í Vopnafirði 1782
—1791 og síðan í Kirkjubæ í Hróarstungu til dauðadags (1829),
prófastur í Norðurmúla prófastsdæmi 1789—1810. Sigfús son
hans varð kapellán Salómons prests Bjarnarsonar að þverga-