Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 91
«1
„forskilið1 11 á því nýja og gamla máli of „týðelegt11,
sem ljett er að gjöra, þá „blífur það skítt" allt til
samans, því bæði verður þá þjóðin smámsaman skil-
in frá sinni fornu literatúr, og líka munu þá aðrir
út í frá ekki gefa um þjóð eður land framar en um
Skrælingja. Að komast í veg fyrir þetta var minn
höfuðtilgangur, eins og þú veizt, með fjelagið, en
sjeuð þið á annari meiningu hjer um, þá er allnátt-
úrlegt, að þið munið leggja fyrir óðal mart hvað,
sem jeg mundi geyma eins og augastein og þjóðar-
innar helgidóm. En það er sjálfsagt, að þar sem
þið verðið mjer ekki samdóma, eður annars verður
ómögulegt, þar gerið þið eins og þið getið bezt.
Annars vorkenni jeg ykkur ekki mikið, þótt nokkr-
ir gangi úr leiknum, þegar þið eruð þrír (sem jeg
vona komi saman) um að skrifa 12 eður 13 arka
bók og semja nöfnin á 5 smákortum, sem ekki þarf
nema að skrifa út úr bókinni. En þið þykizt eiga
nóg að gjöra; svona gengur það: hver þekkir bezt
það, sem hann hefir undir höndum.....................
Heilsaðu nú öllum og lifðu alla tíma sæll og
minnugur
þíns einlæga vinar
R. Rasks.
14.
Stokkhólmi þ. ') des. 1817.
Elskulegi vinur!
1) Eyða fyrir tölunni, en Grímur Jónsson hefir skrifað á
brjefið, að hann hafi fengið það 11. des. Útg.