Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 50
50
að haga fjelaginu svo, að það gæti orðið sem nyt-
samast og pjóðlegast, og sneitt einkanlega hjá þeim
skerjum, sem hin fyrri fjelög, lærdómslistafjelagið
og landsuppfræðingarfjelagið, höfðu strandað á. Öll
stjórn fjelagsins var löguð svo, að íslendingar skyldi
sjálfir ráða fjelagi sínu; þess vegna var ákveðið með
lögum, að engan skjddi mega kjósa til embætta í
fjelaginu nema íslending eða þann, sem væri jafnoki
fslenzkra manna að þekkingu málsins og landsins,
og sömuleiðis það, að deildin á íslandi skyldi vera
aðaldeild og bera ægishjálm yfir öllu fjelaginu11.
fegar lögin vóru samin fór Rask að undir-
búa framkvæmdir fjelagsins. Hann fjekk Gunn-
laug Oddsson til þess að taka að sjer að semja
landafræði á íslenzku, og vinur Rasks, Grímur Jóns-
son, tók sfðar að sjer að semja fyrsta partinn. Auk
þess Qekk hann Bjarna Thorsteinson vin sinn til
þess að standa fyrir útgáfu Sturlungu með hjálp
ýmsra íslendinga, sem þá vóru í Höfn, þar á með-
al Sveinbjarr.ar Egilssonar og Gfsla Brynjólfs-
sonar eldra.
Eptir það að Rask var kominn til Stokkhólms,
hjelt hann áfram að taka þátt í aðgjörðum fjelags-
ins. J>að sýna brjef hans til Gríms Jónssonar.
Hann skrifar honum þar nákvæmlega álit sitt um,
hvernig landafræðin eigi að vera, og finnur að því,
sem honum þykir ábótavant. Meðal annars segir
hann, að íslands kort sje ómissandi, því að „það er
vænt að þekkja sitt föðurland vel og greinilega“.
Líka talar hann um útg. Sturlungu og hvetur til að
láta hana sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum störfum fje-
lagsins.
í fyrstu deild Sagnablaðanna á 45. bls. er ávarp
frá Rask „til meðlima hins íslenzka bókmenta-
fjelags“. J»að er líklega skrifaðí Stokkhólmi vetur-