Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 18
18
sjera Rasmus“. „O! sjálfsagt sjera Rasmus“, sagði
Rask*.
Eflaust hefir Rask optar en einu sinni hitt vin sinn
Hallgrim Scheving á þessum vetri, þar sem hann
bjó svo nærri Reykjavík. Víst er það, að Scheving
ljet Rask fá talsvert safn eptir sig og Bjarna Thór-
arensen til íslenzkrar málfræði, áður en Rask fór
hjeðan alfarinn. Höfðu þeir Bjarni og Hallgrímur
ætlað sjer að gefa út í sameiningu íslenzka mál-
fræði á latínu, en hættu við, þegar hin íslenzka mál-
fræði Rasks kom út. Merkilegt er, að Bjarni skuli
hafa fengizt við slík störf, sem virðast vera svo fjar-
læg honum.
Á þessum vetri gaf Rask út boðsbrjef sitt til þess
að stofna hið íslenzka bókmentafjelag, dags. í
Reykjavík 27. febr. 1815. Jeg skal ekki vera lang-
orður um stofnun fjelagsins. Jón Sigurðsson hefir
lýst öllu því, sem þar að lýtur, svo vel, að jeg hefi
þar engu við að bæta. Að eins skal jeg taka fram
hin helztu atriði.
Veturinn áður, meðan Rask dvaldi á Reynivöll-
um hafði það opt komið á tal milli hans og Árna
Helgasonar, hversu mikla nauðsyn bæri til, að slíkt
fjelag væri stofnað, og rjeð Árni Rask til þess að
tala við menn á ferðum sínum um málið og fá þá
1) þessa sögu hefir sagt mjer Páll Melsteð kennari, en hon-
um sagði Magnús Hákonarson. Aðra smásögu úr ferð Rasks
hjer um land hefir Konráð prófessor Gríslason sagt mjer. Hún
er þannig: k ferðalagi sínu á íslandi var Rask einu sinni
spurður að nafni og sagðist heita Rask, sem von var. J>á
sneri spyrjandinn upp á sig og sagði: „Sá mun eiga nóg af
raskinu1 11. Hann hjelt að Rask hefði svarað sjer út af.—J>ó að
sagan sje ómerkileg, sýnir hún, að maðurinn hefir ekki getað
ráðið það af framburði Rasks, að hann væri útlendur maður,
því að honum gat ekki þótt nafnið kynlegt, nema því að eins,
að Rask væri íslendingur.