Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 26
26
Hart er að skeiða
um hauðrið leiða
stóðum stöðum á1.
En eitt er þó, sem sýnir betur en allt annað, hve
mikið Rask unni íslandi og sjerstaklega hinu íslenzka
bókmentafjelagi, en það er erfðaskrá sú, sem hann
gerði í Pjetursborg, áður en hann lagði á stað þaðan
í þessa hættuferð. Lögfræðingar munu víst hrista
höfuðið yfir þessari erfðaskrá, því að hún er ekki
vottföst eða undirskrifuð af notarius publicus, held-
ur er hún að eins kafli úr brjefi til vinar Rasks f
Höfn. En hún ætti að vera oss jafndýrmæt fyrir
því. Hann ánafnar þar háskólasafninu handrit sín
og þær prentaðar bækur, sern það eigi ekki áður,
en allt annað ánafnar hann undantekningarlaust
hinu íslenzka bókmentafjelagt2,
1) Espólín, Árb. XII, 119—120. Meira hefi jeg ekki sjeð af
þessum ljóðum. En í brjefi til Rasks, dags. 25. jau. 1828, seg-
ir Espólín: „Fyrirgefið þetta: (iaman hefði verið, að fara
með yður og kveða þetta:
Hart er að skeiða
um hauðrið leiða
og hrakning fá
stóðum reiðar slöðum á,
>fir breiðar
brjótast heiðar
byggðum seint að ná,
engan ýta sjá.“
Eflaust er þessi viðbót eptir Espólín.
2) Saml. Afh. I, formáli bls. 46—47. Fyrst talar hann um,
að vinir sínir í Fjetursborg hafi hvatt sig til að gjöra erfða-
skrá,áður en hann færi á stað. Síðan segir hann: „Jeg ætla
því að gjöra hana eins stutta og einfalda og mjer er unnt.
Enginn af erfingjum minum kann að meta bækur, en þær eru
aleiga mín. Ef þær væri seldar og andvirðinu skipt, mundi
lítið verða úr því. Jeg óska því, að erfingjar mínir ekki fái
neitt, en að þvi, sem jeg á, verði þannig skipt, ef jeg skyldi