Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 19
19
til þess að safna tillögum. þ>etta gerði Raskáferð
sinni sumarið 1814, og varð talsvert ágengt. Geir
biskupi Vídalín þótti eins og öðrum mikið til Rasks
koma og sýndi honum mikla góðvild, meðan hann
dvaldi í Reykjavík, og hjét hann Rask liðsinni sínu
í þessu máli. f’egar Rask hafði samið boðsbrjefið,
sendi biskup það með meðmælum sínum til allra
prófasta landsins og bað þá hvetja prestana til þess
að styrkja fjelagið.
Sumarið eptir ferðaðist Rask um Vesturland, kom
til Magnúsar Stephensens og að Reykholti og allt,
vestur í ísafjarðarsýslu. f*ar heimsótti hann meðal
annara Jón sýslumann Johnsonius1 og sjera þorvald
Böðvarsson. Hvar sem hann kom, mælti hann með
hinu fyrirhugaða fjelagi, og hjetu margir honum
góðu um það.
Að áliðnu sumri kom Rask aptur til Reykjavík-
ur og skömmu síðar fór hann hjeðan alfarinn til
Hafnar. Áður en hann fór hjeðan, gerði hann þá
ráðstöfun fyrir fjelaginu, að Árni Helgason skyldi
vera forseti, Sigurður landfógeti Thorgrímsen fje-
hirðir og Halldór sýslumaður Thorgrímsen skrifari.
Á leiðinni til Hafnar kom hann við í Leith á Skot-
landi og komst þar í kynni við ýmsa merka menn.
J>ar gaf hann út boðsbrjef á ensku til Englendinga
um að styrkja bókmentafjelagið. fegár hann kom-
til Hafnar, talaði hann máli fjelagsins við vini sína,
1) 1 formálanum .fyrir riti sinu um uppruna íslenzkrar tungu
talar ftask með mikilli virðingu um Jón sýslumann, og lætur
mikið yfir fróðleik hans; segist hann hafa fengið hjá honum
mjög iróðlegt safn af íslenzkum orðum, samanbornum við
grísku og latínu, og segir að það sje merkilegt, að Jóni hafi
opt dottió hið sama í hug og sjer i þessum orðasamanburði, og
hafi þó hvorugur vitað af öðrum.
2*