Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 54
Brjef frá Rask
A. Til Bjarna Thorsteinssonar.
i.
Byrjað á Reynivöllum þ. 30. ág. 1813.
Framhaldið í Reykjavik þ. 2. sept. 1813.
Mart er nú til tíðinda orðið, síðan við töluðumst
við, Bjarni minn! Markverðugra mun að sönnuþað,
sem skeð befir ytra á hýzkalandi eða í Danmörku,
samt vona jeg, að þjer muni gaman þykja að þessu
vegna vináttu þinnar til mín. Við höfðum ofboð
góða og hæga ferð, svo það var að álíta eins og
lystiferð, og sögðu allir sjófarendur á skipinu, að
menn kynnu gjarna sigla fimmtíu sinnum, án þess
að svo vel skyldi heppnast. Jeg var ekki sjósjúkur
nema ofurlítið eitt kvöld. Annars var maturinn
ekki sá berti, og knpteinninn ásamt syni sínum
nærri því óbærilegir. Allareiðu á skipinu fann jeg
glöggt, að hann Grísli skipti sjer ekki neitt af mjer
sem ekki heldur þurfti), heldur hagnýtti sjer eitt-
hvað lítið vandræði mitt til síns ábata, en jeg gaf
mjer ekki neitt um það, heldur ljet sem jeg vissi
ekki. Síðan, þegar jeg átti að afgjöra allt
um ferðarkaupið og bað hann taka á móti pen-
ingum til fólksins, vegna þess þeir vóru reistir til
Hafnarfjarðar áðan1, og spurði hann, hvað mikið
1) þannig.