Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 81
81
ekki veita mjer fyrir fje heldur af hreinni vináttu.
En hvað skruddunum mínum við kemur, sem ekki
tilfalla bókahirzlu háskólans, þá var það raunar minn
ásetningur, að þær yrðu ekki seldar, heldur stofn
til nokkurs konar bókasafns, sem jeg gjörði ráð fyr-
ir að fjelagið mundi vilja stipta, þegar hentugleik-
ar leyfðu. En sje svo, að önnur bókahirzla verði
hafin í Reykjavík, þá er það mín ósk, að mínar
bækur tilfalli henni, þær sem ekki tilheyra háskól-
anum, sje svo að jeg deyi eður farist í þessari ferð,
hvernig sem helzt það kann að verða.
Eina bón hefi jeg enn til þín, sem enginn betur
en þú getur gert. Mjer kemur til hugar, að prest-
urinn í Hvammi fyrir vestan (nafninu er jeg búinn
að týna) beiddi mig að útvega altarisbrík fyrir
kirkjuna, og spurði mig, hvað jeg hugsaði hún kynni
að kosta. Jeg gat ekki sagt neitt þar um, en ætl-
aðist fyrir að biðja jporvaldsson1 um eitthvað þess-
háttar, af því almennt var talað, hann mundi þá og
þegar koma heim til Hafnar, en það dróst, og jeg
gleymdi því. Gerðu svo vel og komdu þessu í
stand..............................................
Heilsaðu öllum kunningjum og gleymdu ekki
þínum einlægum vin
R. Rask2.
1) o: hinn nafnfrægi myndasmiður Albert Thorvaldsen.
2) Næsta brjef Rasks til Bjarna amtmanns Thorsteinssonar
er dags. 17. ihaí 1823, þegar hann var nýkominn úr austurferð
sinni. Hið síðasta hrjef Rasks til Bjarna, sem til er í safni
bókmentafjelagsins í Höfn No. 94, 4°, er dags. 17. maí 1829.
Tímarit hins islenzka Bókmenntafjelags IX. 6