Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 53
53
ir andlegu kraptar pjóðar vorrar legðist á eitt og
ynni að pessu augnamiði í einu stóru fjelagi, sem
hefdi aðal-stöðvar sínar í landinu sjálfu. Vjer get-
um ekki með neinu móti heiðrað betur minning'
Rasks, nje sýnt honum betur þakklátsemi vora í
verkinu, en með því að færa oss sem bezt í nyt þenn-
an arf hans, geyma hann og ávaxta, og starfa að
því eptir fremsta megni, að tilgangi hans verði náð.
f>að er öll ástæða til að óska þess, að andi þess
manns, sem stofnaði hið íslenzka bókmentaQelag,
megi hvíla yfir aðgjörðum fjelagsins, og að ágrein-
ingur sá, sem nú er á milli fjelagsdeildanna, megi
fá þann enda, sem er fjelaginu og bókmentum ís-
lands fyrir beztu.
En þrátt fyrir allan ágreining veit jeg, að það er
eitt, sem báðar deildirnar eru samdóma um; eitt er
það, sem er áhugamál eigi að eins beggja deilda hins
íslenzka bókmentafjelags, heldur og hvers skynber-
andi íslendings, sem hefir nokkra tilfinning fyrir
íslenzku þjóðerni, íslenzkri tungu og íslenzku menta-
lífi, og það er að heiðra og hafa í hávegum minn-
inguna um Rasmus Kristján Rask.