Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 29
29
og ekki gat Rask rutt rjettritun sinni til rúms gegn
gömlum hleypidómum meðan hann lifði. En nú
hefir loks sannleikurinn sigrað, því að rjettritun sú,
sem Danir hafa tekið upp á hinum síðari árum, er
í flestu verulegu byggð á rjettritun Rask, og væri
það mikið gleðiefni fyrir hann, ef hann mætti líta
upp úr gröf sinni, því að honum var þetta mikið
kappsmál og óvingaðist við ýmsa út af þvi. Arið
1826 gaf hann út hina ágætu ritgjörð sína um Zend
(forpersnesku) og Zendavesta og var hún sama ár
lögð út á þýzku. Frumritið var skrifað á Indlandi á
enska tungu, og kom það út á Englandi eptir dauða
Rasks (1834). Hann var einn af forsprökkum hins
norræna fornfræðafjelags, sem var stofnað 1825, og
átti mikinn og góðan þátt í mörgum þeim ritum,
sem komu út frá þessu fjelagi, einkum í Fornmanna-
sögum og hinum elztu tímaritum fjelagsins, Hermóði
og ,,Tidskrift for nordisk oldkyndighed“. A störf
hans í þarfir hins íslenzka bókmentafjelags munjeg
síðar minnast. Auk þess gaf hann út ýmsa ritlinga,
stóra og smáa, sem jeg ekki kæri mig um að telja
upp.
þ>að er hörmulegt til þess að vita, að íslendingar
eru ekki saklausir af því að hafa hellt beiskju í þann
bikar þjáninganna, sem þessi maður varð að tæma,
áður en hann dó. Arið 1830 kom út ritdómur um
hina dönsku þýðing Rafns prófessors á Jómsvíkinga
sögu og Knytlinga sögu (Fms. XI) í Mánedskrift
for Literatur, 2. árg. Ritdómurinn var auðsjáanlega
skrifaður af litlum vinarhug til Rafns; hann niðraði
mjög þýðingunni og kom fram með ýmsar aðfinn-
ingar við hana, sumar rjettar, sumar rangar, sumar
mjög smásmuglegar, og láði mjög stjórn fornfræða-
fjelagsins, að það skyldi hafa látið slika þýðing koma
út undir sínu nafni, og væri það minkun fyrir Qe-