Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Side 72
72
hjer heilan vetur fyrir 100 sp. (meira hefi jeg ekki
enn fengið), og að jeg þess vegna varð eitthvað að
starfa, et quidevi1 það sem nokkur girnist að þiggja.
En hið annað, sem þú getur um, þá veiztu, að það
hefir verið mín hæsta ósk og eptirlöngun; þú veizt
kannske líka, hvernig direktiónin fór með mig:
strax eptir að jeg gaf inn ferðaskýrslu mína, út-
breiddi hún, að jeg ætti að verða pr(ófessor), og
kom það rykti optar en einu sinni út um borg og
bý, en þegar til efn(d)anna kom, sendi hún mig burt
með 200 sp. án minnstu ávæningar um nokkurn
annan hlut; þá kom mjer til hugar, að jeg skyldi
reyna til að útvega mjer sjálfur bæði fararaura og
álit í framandi löndum, og vona jeg hvorttveggja
þetta takist mjer, og jeg sje eins vel í haldinn, eins
og þó jeg hefði fengið lektorstitil. þ>ar að auki
finn jeg nú minn krapt og hug á hæstu tröppu, en
lífið er stutt og það ókomna er óvíst. Vildijegþví
gjarnan nota lífið til einhvers, svo að mín hjervist
hafi ekki verið öldungis forgefins, þó jeg komi aldrei
aptur úr þessum svaðilförum. fessu þykist jeg líka
hafa náð, takist mjer að fá einn útgefið málfræði,
orðabók og Eddu, en átt þátt í Sturlungu og Sæ-
mundareddu, sjer í lagi þegar jeg ber það saman
við það, sem Árna Magnússonar nefndin hefir gert
á meðan, eða hinn, sem gaf út Karls vesæla þátt2.
Jeg lít þar fyrir aptur með nokkurs konar stolti og
ánægju, en jeg lít fram með stærstu rósemi, hvað
óblíðir sem Hafnarburgeysar verða mjer; því jeg
1) o: og þá.
2) Byrgir Thorlacius var einn af þeim, sem láði Rask mest
störf hans í Stokkhólmi. Hann gaf út þátt af Karli vesala í
Kaupmannahöfn 1615. Útg.