Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 71
71
Jeg hefi nú ekki tíma til að skrifa meira, enóska
þjer að lokum af öllu hjarta, að þjer líði vel. Jeg
get ekki á þessu ári haft þá ánægju að faðma þig
líkamlega, því að jeg verð fyrir hvern mun aðferð-
ast vestur að vori, en næsta haust verð jeg búinn
vona jeg, ef það annars er mögulegt í þessu auma
lífi.
f>inn
R. Rask.
]Heilsaðu löndum þínum góðum, honum Grími,
Vigfúsi Eirikssyni o. fl., og afsaka, að jeg sumpart
af tímaleýsi og sumpart af pappírseklu ekki mun
geta skrifað fleirum í þetta sinn.
Stokkliólmi þ. 3. apríl 1817.
Astarþakkir, Bjarni góður og blessaður, fyrir þitt
síðasta kærkomna brjef og það vinarþel til mín, sem
þú þar svo berlega sýnir. Jeg mun nú með minni
auglýsingu í frjettabl., sem hefir mætt þínu brjefi,
búinn að spilla öllu því, sem þú hafðir ætlað mjer,
en þjer með alvöru að segja, þá vil jeg heldur frelsi
mitt án farar-aura en—þótt jeg gæti sprengt út úr
hlutaðeigendum 200 sp. til—missa hitt, sem mjer er
miklu dýrmætara. Nú vona jeg, að allir heilvita sjái,
að það væri ómögulegt að ferðast hingað og lifa
3) í því, sem hjer er slept, eru fyrst skilaboð til Bjarna frá
systur hans og mági, og síðan heimspekilegar hugleiðingar,
langur kafli sem ber vott um efablendni og óánægju með til-
veruna (pessimismus). Utg.
1) fessi viðbót er á íslenzku. Útg.