Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 64
64
sem þú mátt nærri geta, en sumir sögðust vilja hafa
mig fyrir prest, þegar Sra. Arni fer suður í Víkina,
um hvað hann mun skrifa þjer sjálfur...............
Ekki verða allar ferðir til Qár, og svo mun þessi
verða; þó er öllu óhætt, á meðan jeghefi Sra. Arna
að halla mjer til; þá mun jeg að minnsta kosti ekki
þurfa að betla hjer í landinu. Dýrtíðin erhjerótta-
leg, fiskileysið staklegt og banki í engu gildi alls.
f>etta er það helzta, sem angrar mig, og er það
nóg, því
viður þrennt er þungt að fást,
þrennt kann sönsum brjála.
Hjer við bætist þó samt efnaleysi til að geta, jeg
vil ekki segja endurgoldið vináttu og nákvæmni
Sra. Árna, heldur einasta borgað honum þær miklu
útgiptir, sem jeg hefi kostað og mun kosta hann,
og skýt jeg því undir þína eigin tilfinningu, hvort
mjer muni vera þetta ljettbærast. Peningar mfnir
forsóast, en ekkert kemur fyrir þá, sem ekki er von
til, fyrst þeir eru af engu verði, alltsvo hjer um bil
=o, svo jeg er eins ríkur og stúlkan, sem lýsti sjer
í frjettablöðum og taldist eiga ooo Rdli, upp á hverja
hún leitaði sjer efnilegs maka og efnaðs............
..............Láttu endilega ekki vanta að borga
djáknanum herra Boje, sem hefir hann bróður minn
litla, jafnvel þótt hann skyldi setja upp á við þig,
en ef þú skrifar honum, þá heilsaðu honum ástsam-
lega og biddu hann gera það svo alúðlega, sem hann
getur. Heilsaðu honum Grími, ef hann er þar sann-
arlega sjálfur hjá; það er hjer almenn trú, að hann
muni koma út í sumar, og get jeg þess vegna ekki
skrifað honum. Heilsaðu öllum löndum þínum góð.
um og öðrum kunningjum, Lazaró hvorumtveggja