Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 44
44
Khavn 1811“) skiptir hann reyndar nafnorðunum eptir
kynjum i 3 aðalflokka eins og Jón Magnússon, en i
hverjum flokki kemur ljóslega fram munurinn á sterkri
og veikri beygingu, og kallar hann (s. st. 2. afde-
ling § 14) veiku beyginguna hina einfaldari (sim-
plere), en sterku beyginguna hina flóknari (mere
indviklet). í riti sinu um uppruna íslenzkrar tungu1,
sem hann lauk við 1814, skiptir hann aptur á móti
nafnorðunum í 2 aðalflokka, einfaidaii (= veika)
flokkinn og flóknari (= sterka) flokkinn. þessari
skiptingu fylgir hann síðan í hinum síðari íslenzku
málfræðisbókum sínum, í „Anvisning till Islándskan
eller nordiska fornspráket af Erasmus Kristian
Rask, Stockholm 1818“, og í „Kortfattet vejledning
til det oldnordiske eller gamle islandske sprog ved
R. Rask, Khavn 1832“. í þessari hinni síðustu
málfræði kallar hann veiku beyginguna opna („den
ábne hovedart“) en sterku beyginguna lokaða („den
lukte hovedart“). Sögnunum skiptir Rask þegar í
hinni fyrstu málfræði sinni í 2 aðalflokka, og svar-
ar hinn fyrri til veiku beygingarinnar en hinn síð-
ari til hinnar sterku. þ>essari sömu skiptingu heldur
hann í báðum hinum sfðari málfræðisbókum sínum.og
kallar hann í „Anvisning11 &c. veiku beyginguna
hina einfaldari, en sterku beyginguna hina flóknari,
en í „Kortfattet vejledning“ &c. kallar hann veiku
beyginguna opna, en sterku beyginguna lokaða.
J>ví verður ekki neitað. að íslenzkri beygingarfræði
hefir farið mikið fram, síðan á dögum Rasks. Eink-
um höfum vjer nú miklu rjettari og nákvæmari
þekking á þeim mun, sem er á hinu gamla máli
og hinu nýja, og í annan stað hefir afstaða íslenzk-
1) R. K. Rask : Unders0gelse om det gamle nordiske eller
islandske sprogs oprindelse, Khavn 1818, bls. 60.