Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 22
22
Rask starfaði í Stokkhólmi. f»ótti þeim óhæfa, að
danskur maður skyldi auka frægð Svía með slíkum
störfum, enda gaus upp sá kvittur i Höfn, sem ef
til vill var ekki alveg ástæðulaus, að Rask væri að
hugsa um að ílengjast í Stokkhólmi og ætti þar
kost á góðri stöðu. Ymsir styrktarmenn Rasks
meðal danskra höfðingja kunnu þessu illa, þar á
meðal Byrgir Thorlacius. En þó að Rask kunni
að hafa flogið þetta í hug, þá var það ekki nema
snöggvast. Miklu fremur hafnaði hann með dæma-
fárri sjálfsafneitun öllum kostaboðum, en reyndi að
vinna íslandi gagn með því að benda Svíum á, að
þeir skyldu bjóða íslenzkum manni sömu boð, sem
þeir byðu sjer. í brjefi einu til P. E. Miillers
(21. marz 1817), sem var einn af hans beztu styrkt-
armönnum, talar hann um áhuga Svía á norrænni
fornfræði, og segir, að þá vanti ekki annað en
duglegan íslenzkan forsprakka i þessum ví.sindum
til þess að bera ægishjálm yfir Dani í þeim. þetta
hið sama sagði hann við vini sina i Stokkhólmi,
og varð það tilefni til þess, að ungur sænskur barón,
Adlerbeth að nafni, bar fram á ríkisdeginum sænska
i byrjun ársins 1818 uppástungu um að fá þangað
íslending til þess að gefa út gömul handrit íslenzk
og fornsænsk, og veita honum 3000 rdl. í árleg
laun. Adlerbeth spurði Rask, hvort hann mundi
ekki fáanlegur til þessa starfa, þegar hann kæmi
úr ferð sinni. Rask kvað nei við, en gerði allt,
sem í hans valdi stóð, til þess að styðja málið, og
hafði þegar áður (9. maí 1817) skrifað Arna Helga-
syni, vini sínum, hvort hann mundi ekki vera fús á
að taka þetta að sjer, ef til kæmi, og fengið ádrátt
um það hjá honum (sjá brjef Arna, dags. 5. ág.