Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 83
83
um‘ verða yður löng og leíðinleg, þótt þjer skemtið
yður með allskonar fallegum bókum. Nú lízt mjer,
sem henni sje vel varið, ef þjer tækjuð á hendur að
snúa einum eða öðrum bókum á norrænu eða—hvað
enn væri betra—að rita sjálfir eitthvað það, er gam-
an mætti í vera og nytsemd, engu síður fósturland-
inu en sjálfum yður. Jeg em sannfærður um, að
yður vantar eigi hjartaþel til þess að veita yðar fóst-
urlandi allt það gagn og allan þann heiður, sem
þjer getið, þótt þetta ráð skemá1 2 ekki áður hafi
dottið yður í hug. Veit jeg líka það, að yður mun
hvorki vanta þekking nje efni til þvílíkra fyrirtekta,
því að það íslenzka ritsafn eða literatúr er því ver
og miður í flestöllu allt of fátækt. Mjer þykir bezt
til fallið að rita svoddan lærdómsbækur, sem brúk-
ast mættu í skólanum, og vantar íslendinga enn
flestar slíkar. Ekkert rit hafa þeir—að minnstu svo
jeg viti—í veraldarsögu, það er læsilegt má kalla,
ekkert í landaskipun, það er skynsemi er í, lítið í
málvísindum, o. s. frv. Jeg em sannfærður um, að
mikið óhapp mun standa íslenzkunni af því, að
skólapiltar verða að lesa og nema eintómar danskar
bækur. |>eir venjast því svo sífeldlega við dönsku
í öllum lærdómsgreinum, að þeim veitir bágt síðan
að framfæra á hreinni íslenzku þau hugargrip3, sem
ekki verða fyrir í hversdagslegu tali, og jafnvel hið
hversdagslegasta sjálft undirstundum4; hefi jeg sjálf-
ur bæði sjeð og heyrt dæmi til þess. J>ar að auki
er múgi manns að svo búnu útiluktur frá allriþeirri
1) þannig.
2) þannig (— máske).
3) J>ýðir hjer sama og danska orðið begreb. Utg.
4) þannig.
6*