Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 106
106
skyldi jeg aldrei umtaia, ef jeg væri ekki hræddur
um, að það hefði slæma þýðingu. Sömuleiðis þakka
jeg þjer fyrir disputatiu Clausens; hún er samt ekki
fyrir mig, þó hún sje fallega samin, og met jeg
mest við hana það, sem þjer til sóma er framan á
hana skrifað......................................
í>að gladdi mig annars mikið að s(j)á af þínu síð-
asta brjefi, að farið var að liggja betur á þjer en
áður, þvi jeg veit af mjer, að það er oss ekki hollt,
að hugurinn sje særður.
f>ú láðir mjer í einhverju þínu brjefi, að jeg skrif- •
aðist á við B. Einarsson. og örvæntir um umvend-
unar mögulegleika. Jeg hefi nú enga háa þanka
um mínar gáfur til að umvenda, en þó hefir Bald-
vin skrifað mjer í haust, að hann heiðri þig og
elski, og beðið mig að sætta sig við þig. J>etta
þakka jeg nú mjer ekki, heldur því, að maðurinn
hefir eigi getað annað en verið svona til sinnis við
þig. En hjer til hefi jeg svarað honum, eins og þú
getur nærri, að (jeg) viti ei, hvort vert sje að reyna
þetta. Kannske það sje ei nema til að ýfa ný sár.
En hvað tíminn kunni að gera, skuli enginn for-
taka. Jeg vil ei fara hjer um fleiri orðum, en það
má jeg segja þjer, að Baldvin hefi jeg ekki skrifað
af neinni vinsemd, heldur í þeirri meiningu að
reyna til að iiðka hann til góðs gangs eins og líf-
aðan fola, og nú skrifa jeg honum svo skarpt, að
það skal lukka til, að hann standist mátið, og þá
er úti okkar correspondance, sem jeg þá ekki syrgi,
því maðurinn er æði blendinn.