Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 45
45
unnar við önnur mál af hinum ariska flokki,
og sjerstaklega við hin gefmönsku málin, orðið
mönnum Ijósari, og menn fengið rjettari hugmynd
um stofna orðanna. Rask hjelt í fyrstu, að forn-
málið hefði haldizt við því nær óbreytt til vorra
tima á íslandi, og lýsir það sjer glöggt í tveim hin-
um eldri málfræðisbókum hans, en þegar hann kom
aptur úr austurferð sinni og fór að gefa fornritum
vorum meiri gaum, breyttist þessi skoðun hans, og
hin síðasta málfræði hans ber vott um, að hann
hafði þá fengið miklu rjettari skoðun á þessu. Eitt
af því, sem mest vilti sjónar fyrir honum í þessu
efni, var elska hans til íslands og íslendinga. Hann
hjelt að enginn útlendur maður mundi hirða um ís-
lendinga framar en um skrælingja, ef sú skoðun
yrði ofan á, að málið nú á dögum væri breytt frá
því, sem var í fornöld (sbr. brjef hans til Gríms
Jónssonar dags. 18. nóv. 1817). Og sá sómi verð-
ur ekki frá Rask tekinn, að hann hefir lagt alla
hornsteina til hinnar íslenzku beygingarfræði, og að
þeir standa óbifanlegir enn í dag.
En hann hefir einnig lagt hinn fyrsta grundvöll í
öllum öðrum pörtum hinnar íslenzku málfræði, bæði
í hljóðfræði, orðmyndunarfræði og orðskipunarfræði,
og að því leyti eru málfræðisbækur Rasks hinar
stærri fullkomnari en þær bækur, sem síðan hafa
verið skrifaðar um sama efni, að þær einar ná yfir
alla parta íslenzkrar málfræði.
Til málfræðisrita Rasks viðvíkjandi íslenzku verð-
ur einnig að telja þær tvær lestrarbækur, sem hann
gaf út1, og afskipti hans af orðabók Bjarnar Hall-
1) Fyrri lestrarbókin kom út í Stokkhólmi 181i> og nefnist:
„Sýnishorn af fornum og nýjum norrænumritum í sundurlausri
og samfastri ræðu“. Síðari lestrarbókin kom út í Kaupmanna-
höfn árið 1832 og nefnist: „Oldnordisk læsebog11.