Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 31
S1
for literatur 2. árg. 12. h.“ (Khavn 1831). Hann
sýnir þar með rjettu fram á ýmsar villur 1' ritdómin-
um, reynir að verja eða að minnsta kosti að afsaka
þær villur, sem Rafn hafði gert sig sekan í,og hrósar
honum mikið fyrir vísindastörf hans, þar á með-
al fyrir ótgáfuna á Fornmannasögum, en nefnir ekki,
hvern þátt íslendingar áttu í þessari útgáfu, sagði,
að þessar og aðrar útgáfur Rafns á gömlum sög-
um væri langt um betri en t. d. útgáfa Paradísar-
missis, sem var verk þeirra f>orgeirs Guðmundsson-
ar og porsteins Helgasonar. petta kom nú auð-
vitað ekkert málinu við, en það, að Rask tekur
þetta fram, sýnir ljóslega, að hann og vinir Rafns
hafa kennt þessum mönnum um ritdóminn. pessu
riti Rasks reiddust margir íslendingar í Höfn, bæði
porgeir Guðmundsson og vinir hans og porsteins—
sjálfur var porsteinn þá farinn heim til íslands—en
þó enginn meira en Baldvin Einarsson. Hann var
þá í broddi lífsins, gæddur ágætum hæfilegleikum,
brennandi af föðurlandsást, kappsamur og fram-
gjarn og sjálfkjörinn forvígismaður hins unga ís-
lands. Hann var sannfærður um, að porsteinn
Helgason væri höfundur eða frumkvöðull ritdóms-
ins og áleit það „vinarskyldu sína, að verja hann
og hnjóða í Rafn, sem þó var saklaus og heldur
hafði gjört íslandi gott en illt“, eins og Bjarni
Thórarensen kemst að orði í brjefi sínu til Baldvins,
sem jeg áður gat um. Hann gaf því út pjesa á
móti ritlingi Rasks: „Forelobigt svar pá prof.
Rasks genmæle“ (Khavn 1831). pví verður ekki
neitað, að þetta rit inniheldur ýmsar skarpvitrar at-
hugasemdir og að Baldvin i sumum atriðum hefir
rjett að mæla gagnvart Rask, en hins vegar er ó-
mögulegt að segja, að það sje hlutdrægnislaust og
hafi sannleikann eingöngu fyrir augum. Ritið er