Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 79
79
undirbúninginn frá því fyrir 1300 til eptir 1800, um
meira en 5 alda tíma!!! En þú veizt það sjálfur, að
um allt þetta tímabil hefir ísland ekki neitt fyrir sig
að bera, og er það mikill skortur í samanburði við
aðrar þjóðir, eða þyki þjer ekki svo? En komi það,
þá getið þið í þjóðarsögu og kirkjusögu jafnazt við
aðrar þjóðir, og vantar þó enn bærilega heimssögu
&c. &c. jþað er þó aldrei verra en Björns annálar
á Skarðsá, sem hafa út komið með latínskri útlegg-
ingu í tveimur bindum, heldur er það miklum mun
ágætara og sannarlega óviðjafnanlegt hjá öllu hinu
af þessháttar, sem mjer hefir fyrir sjónir komið.
En það er auðvitað, að höfundinum mundi þykja sjer
misboðið, ef maður færi að umsteypa það. Hjer til
kemur, að við getum eigi gengið í valið, því það er
það eina, sem til er. þ>að er svo ágætt til að gefa
þjóðarsögunni álit bæði hjá frónskum og útlenzk-
um og ágætur undirbúningur annars fullkomnara
verks1.
7.
Stokkhólmi þ. 16. jan. 1818.
Elskulegi vinur!
Jeg þakka ástsamlega fráskýrsluna frá nýkomn-
um íslendingum2. Jeg bið ástsamlega að heilsa Sra
1) Hjer endar það, sem til er af brjefimi, neðst á blaðsíðu.
Líklega hefir það verið nokkuð lengra, því að ekki stendur
nafn ítasks undir. TJtg.
2) í brjefi Bjarna Thorsteinssonar til Rasks, dags. í Kaupmh.
13. nóv. 1817, segir svo : „Hingað er kominn íslenzkur stúd-
ent frá Norðurlandi, hvers nafn jeg nú ei man, vegna þess jeg
altíð kalla hann herra Mathematicus. Hann er ei mikill mað-
ur að áiiti og bláfátækur, en allra manna mestur í mælifræði