Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 24
24
ferðaðist Rask um Finnland og fór þaðan til Pjet-
ursborgar. J>ar var hann rúmt ár og lagði einkum
stund á rússnesku. þaðan fór hann í júnímánuði 1819
suður eptir Rússlandi til Moskva og þaðan gegnum
land Kósakka og Kalmúkka til Astrakan. J>aðan
fór hann suður í Kaukasuslönd, fyrst til Mosdok, og
þaðan til Tiflis i Georgíu, og var þar í nokkra mán-
uði. J>á fór hann beina leið til Persíu, kom til
Teheran 1. mai 1820 og lagði á stað þaðan eptir
nokkra daga suður eptir Persíu og kom við í Ispahan,
Persepolis og Schiras. f>ar varð hann mjög veikur,
hvort sem það nú hefir verið af því, að hestur hafði
slegið hann rjett áður, eða það var loptslaginu að
kenna og ferðavolki. þ>essi sjúkdómur virðist hafa
verið byrjunin til brjóstveiki þeirrar, sem síðan dró
Rask til dauða. f>egar hann var ferðafær, fór hann
frá Schiras til bæjarins Buscher við perska flóann
og fór þaðan sjóveg alla leið til Bombay á Ind-
landi, og kom þar 29. sept. 1820. Næstu 2 ár
ferðaðist hann um Indland, fyrst um þvert land til
Kalkútta og síðan sjóveg til Madras, Trankebar og
Kolombo á Ceylon. Á þessum ferðum var hann
opt mjög veikur, og þessi sjúkleiki neyddi hann loks
til að taka sjer far frá Kolombo til Evrópu með ensku
skipi 30. marz 1822, en skipið strandaði fám dög-
um síðar við suðuroddann á Ceylon ; menn komust
af, en Rask missti þar töluvert af handritum sínum
og prentuðum bókum, sem hann hafði haft mikið
fyrir að safna, en bjargaði þó mestu. Sjálfur stóð
hann uppi fjelaus í ókunnu landi. En Englending-
ar hjálpuðu honum um lán í þetta skipti sem opt-
ar, þegar hann var í fjeþröng. Hann rjeð þá af
að fara aptur sjóleið til Kalkútta og fá sjer far það-
an heim til Danmerkur. fetta tókst, og fór hann