Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 17
17
vetur var Rask hjá vini sínum sjera Árna Helga-
syni í Reykjavík. Um veturinn höfðu menn sjer
meðal annars til skemtunar að leika leikrit Sigurð-
ar Pjeturssonar, sem ýmist er kallað „Hrólfur“ eða
„Auðunn lögrjettumaður“, og hefir Rask eflaust
verið áheyrandi eða ef til vill leikandi* 1. Rask flutti
eitt sinn þennan vetur prjedikun í dómkirkjunni
eins og áður á Reynivöllum, og fórst honum það
svo vel, að ef almenningi hefði eigi verið kunuugt,
að hann var útlendingur, mundi enginn hafa þess til
getið2. Jeg hefi heyrt dálitla sögu, sem stendur í
sambandi við þetta: Bjarni Thórarensen var þá í
stiptamtmanns stað og bjó í Reykjavík. Hann var
góður kunningi Rasks og hafði Rask búið hjá hon-
um veturinn áður, þangað til hann fór að Reyni-
völlum. f»að er sagt, að Bjarni hafi verið við messu
í dómkirkjunni þann dag, sem Rask prjedikaði.
J>egar komið var úr kirkju, segir Bjarni við Rask:
„Hvort á nú heldur að kalla þig monsjer Rask eða
Bjarna Thorsteinssonar, dags. 5 sept. 1814. þar tekur hann
meðal annars fram, að sjer hafi fundizt Norðlendingar taka
öðrum iandsbúum fram í menningu, en lægst sje mentunar-
ástandið í Meðallandi í Skaptafellssýslu.
1) Leikrit þetta er fyrst prentað i hinni islenzku lestrarbók
Basks, sem kom út í Stokkhólmi 1819 og nefnist „Sýnishorn“,
á bls. 209 og þar á eptir. J>að er þar kallað „Auðunn lög-
rjettumaður11, og í fyrirsögninni segir, að það hafi verið leikið
i Reykjavík 1814, og hygg jeg að það hafi verið veturinn
1814—1815, líklega um jólaleytið, Eptir það að fyrirlestur
þessi var haldinn, hefir Páll Melsteð sagt mjer, að það sje vist
að Rask hafi leikið—sig minni helzt Dalsteð í „Narfa“—og
hefir hann það eptir Sigríði Gísladóttur tengdamóður sinni.
2) Sagnabl. 2. deild (1817), bls. 46.
2
Tímarit hins islenzka Bókmentafjelags. IX.