Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 78
78
ómögulegt nema það fái yfirhönd að tveimur, þrem-
ur árum liðnum, en í engan máta á að lasta smá-
bókafjelagið nje ný-gömlu stiptunina, heldur (í bóka-
frjettunum) segja stutt og hreint frá öllu, og hrósa
heldur því sem hrósvert er, sje það nokkuð. Einn-
ig á að innfæra í vort stafrofskver nokkuð sýnishorn
af smábókafjelaginu, af guðsbárna bænaformi og
eldri bænum o. s. frv., vers úr grallaranum (?), svo
allir finni þar nokkuð, sem þeir vilja sjá.........
Forláttu nú, elsku vinur! þennan langa harmagrút.
fú sjer það sjálfur, að mjer stendur á sama í raun
og veru, hvaða stafrof sem íslenzkir hafa, en jeg
vildi svo ósegjanlega gjarnan, að allt yrði sem snotr-
ast, fallegast og rjettast, jafnvel þótt málið sýnist
ekki mjög fjarska áríðandi, og sárt þætti mjer, ef
Skrælingjar og Lappar skyldu hafa sitt tungumál í
álitlegra standi en frónskir, og jeg meina, að það
þurfi ekki nema stöðuglyndi í þrjú, fjögur ár til að
koma öllu í lag. f>ó munt þú, sem ert svo miklu
nærri, þekkja miklu betur kringumstæður, og það
er sjálfsagt, að þann stein, er maður getur ekki
valdið, á maður að láta liggja...................
Um framhald af Sturlungu1 getur vel skeð, eins
og þú segir, að það þurfi eptirsjónar við, en hvað
er það, blessaður! sem þarf þess ekki? Látum það
vera ekki nema annála tóma eða kroniku frá Sturl-
ungu og allt til vorra daga, svo er það þó ómet-
andi safn af allri landssögunni, sem hvergi annars-
staðar er til. Eigi maður að vænta, þangað tii
Xenophon eða Livius vaknar upp að skrifa íslands-
sögu, kynni það máske að dragast, sjer í lagi vanti
1) Rask á hjer við írbækur Jóns Espólíns.