Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 122
122
komið. Jarffarfrœðm og Sagnablöðin flest eru til
alþjóðlegs fróðleiks. Sturlunga var hjer áður þekkt
i mörgum afskriptum, og fæstir sýsla um, hver orða-
munur sje helzt metandi, en jeg fjell frá áforminu
fyrr meir að gefa hana út, af því mjer þótti hún
gífurleg víða og vekja mega mætur á ný meðal
svaðamenna á líkum uppivöðslum sem á hennar tíð
fram fóru, níðingsskap og launsvikum.
Fyrirgefið, heiðraði vin! þessa einlægni, sem jeg
fel hjer á blaði í barmi yðar eins. Jeg veit og hefi
fregnað og reynt afskiptaleysi yðar af því, sem
mjer saklausum ama má, eins og af sjerhverju öðr-
um til meins, þekki og heiðra ráðvendni yðar, vís-
indaást og framkvæmd til þeirra blómgunar. Blessi
guð yður og yðar mörgu Jofsverðu fyrirtæki um
langar aldur, og láti yður aldrei uppskera eins ó-
verðskuldaðan ávöxt og beiska umbun yðar hrein-
skilnustu viðleitni að verja gáfum, tíð, iðni og fjöri
til almennings nota, sem mig fyrir þá mína einlægu
viðleitni11.
f>essi brjef, sem nú hefi jeg getið, eru merkust
af brjefum íslendinga til Rasks í safni bókmenta-
fjelagsins. En til þess að menn sjái, hvað til er,
skal jeg í stuttu máli taka fram, frá hverjum hin
brjefin eru.
Frá Jóni sýslumanni Espólín eru 4 brjef frá árun-
um 1828 til 1831, og snertir efni þeirra mest Árbæk-
ur hans. í tveimur brjefum biður Jón Rask að
segja sjer eitthvað frá austurferð sinni, en Rask
virðist hafa tekið því óstinnt og svarað því út af—
það lítur svo út, sem hann hafi sem minnst viljað
minnast á þá ferð.
Frá Geir biskupi Vídalín er eitt brjef, dags. 3.
sept. 1817.