Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 11
11
hann var gengið, sagði hann, að Jón hefði reiðst
sjer fyrir það, sem hann hefði sagt um bók Jóns,
Nordens gamle Digtekunst, í formálanum fyrir hinni
islenzku málfræði. Samt urðu þeir brátt aptur góð-
ir vinir Jón og Rask, og Rask heimsótti Jón og
huggaði hann í sjúkdómi hans, sem dró hann til
dauða það sama ár. Jón hlýtur að hafa verið mjög
hörundsár, því að Rask talar mjög vel um bók
hans og kallar hana ágætt og ómissandi verk, en
segir að eins, að hún standi til bóta, og á öðrum
stað, að hún sje mjög áreiðanleg og ómetanleg bók,
þó ekki sje hún skemtileg (henrivende). Rask sá
mikið eptir Jóni, og barmaði sjer opt út úr því, að
hann hefði ekki getað lært eins mikið og hann
hefði viljað af honum, af því að Jón var veikur
og Rask hafði svo mörgum öðrum störfum að
gegna.
Rask átti mjög erfitt uppdráttar við háskólann
vegna fátæktar, einkum fyrstu árin. Hann hafði
sjaldan efni á að kaupa sjer heitan mat, og þegar
hann gjörði það, fór hann vanalega út á kvöldin í
gamalli „kavíu11 og át á kjallara fyrir 5 skildinga.
f>egar vinir hans komu til hans og hann vildi bjóða
þeim eitthvað að jeta um matmálstímann, fór hann
út í „kavíunni", sótti heitar kartöflur og lagði
þær á borð fyrir vini sína með dálitlu af salti. En
hann kryddaði þessa einföldu máltíð með fjörugri
og skemtilegri samræðu. Hann var mjög iðinn,
sat við allan daginn og mikið af nóttunni, vanalega
til kl. 3.
Lengi hafði Rask langað til að fara til íslands.
Arið 1813 bauðst honum loksins færi á því. Segir
Rask sjálfur í brjefi einu, að íslenzkur kaupmaður,
sem furðaði sig á því að heyra útlendan mann tala
islenzku, hafi boðið sjer far ókeypis, og annar mað-