Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 63
63
Etatsráð Stephensen gaf mjer þar fyrir io krónur
og lánaði mjer í norðurferðina tvo hesta . . .
Stiptamtmaður Kastiskjöldur Ijet greiða mjer 200
krónur til ferðarinnar, en landfógetinn var áður bú-
inn að skrifa mjer mikið vinsamlegt brjef, í hverju
hann sendi mjer kopíu af ávisuninni, eptir hverri
hann sagðist nú geta fengið mjer þá tilteknu summu
í bankaseðlum, „annað ekki“. Að sönnu hefði jeg
nú átt að auðmýkja mig undir guðs voldugu
hönd, en jeg hugsaði: ,,Látum gamminn geisa“, o.
s. frv. Sra. Árni ráðlagði mjer líka að skrifa held-
ur stiptamtmanninum til fyrst. Góður hefir landfó-
geti verið mjer og gefið mjer pappír, eirplötu og
marga aðra góða gripi, sem jeg fæ ekki hjer upp
talið, og æfinlega boðið mjer í stáss-stofu sína, þeg-
ar jeg hefi komið til hans, eptir heilræðinu:
„Við hvern mann vinlegur vertu út
í frá“, o. s frv.,
og „Ef einhver sínum vill eymdum frá
þjer tjá“, o. s frv.,
hvað jeg raunar gerði í byrjun ; en jeg legg það
upp á dreng þinn og æru að láta hann ekki skilja
það allra minnsta um þetta efni á þjer, þvíjegmun
kannske einhvern tíma koma mjer saman við hann
um það, en þriðji maður mundi ‘ spilla öllu, hversu
varlega sem hann færi að því, fyrst hann er ókunn-
ugurum kringumstæðurnar. Annandag í hvítasunnu
prjedikaði jeg á Reynivöllum um þá sönnu og sálu-
hjálplegu trú, og var það langt erindi og snjallt,
sjera Árna: Helgi Helgason, bróðir Árna, Eggert Jónsson, síðar
lijeraðslæknir á Akureyri, og þeir bræður Benjamín og Hans
Friðrik, synir Hans kaupmanns Hjaltalíns. Allir þessir eru
taldir í lærisveinatali Árna eptir Pál Pálsson í Æfiminningu
Árna biskups Helgasonar, Reykjavík 1877, 70. bls. Útg.