Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 76
76
þjóðin að hafa annað stafrof á sögum en á öðrum
bókum?! 50,000 manns tvö stafrof?! En til hvers
þá að lengja pláguna framar en þörf gjörist. b) þar
að auki er œði munur fiegar ný prentsmiðja á að
kaupast. Latínustafrofsins getur maður ómögulega
án verið, þegar framandi nafn og þessháttar kemur
fyrir, en hitt gerir verkið tvöfalt kostnaðarmeira og
umfangsmeira, en í engan máta fullkomlegra. Sra.
Árni hefir talað við Henderson um að útvega ofur-
lítið prentverk frá Englandi handa Biflíufjelaginu ;
með því móti kæmist maður hægt að því, og það
kæmist þá undir biskupsins og Sra. Árna yfirráð,
svo við gætum einnig notað það, en hvernig getum
við þá hugsað til múkaletursins ? Og hvern-
ig fáum við með öðru móti prentverk, sem er Sra.
Árna og vor allra ósk að mætti viðhaldast þar í
landinu um aldur og æfi. Sra. Henderson er ný-
komir.n hingað, og hafði jeg haft langa viðræðu við
hann um þetta mál, rjett áður en jeg fjekk þitt sein-
asta brjef, og lagt honum á hjarta, hvað sárt það
væri, að svoddan hjegómi sem Eddurnar kæmi svo
fallega út, en guðs orð í svo aumu og smekklausu
útliti; spurði jeg líka, hvað eitt einasta stýlasafn af
einni tegund (keilu) kynni að kosta á Englandi, og
sagði honum, að án þess mundi biflíufjelagiðaldrei
prífast, því það væri kurr meðal biskups og M. St.1,
en of langt til Hafnar, en hann ljet sjer það vel
skiljast og tók vel undir. Hann kemur innan
skamms til Hafnar, og vildi jeg, að þú (og aðrir
vinir) hefðir við hann sömu fortölur, en hjer mundi
það spilla og trufla allt fyrir oss, ef við hugsuðum
til bölvaða gotneska stafrofsins.
Útg.
1) 0: Magnúsar Stephensens.