Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 65
65
o. s. frv., o. s. frv., o. s. frv. Honum bezía vin1
ætla jeg sjálfur að skrifa; mjer þykir illt, að tvð
brjef, sem jeg hefi (eða hjerna að segja ætti að hafa)
skrifað honum, ekki sjeu komin honum til handa.
Jeg er nýbúinn að frjetta, að gullsmiður forgrimur
hafi gipzt sinni heitmey daginn áður en Sra. Árni
fór suður (með hjónavígslu). Lifðu sæll um aldir
alda.
f»inn einlægur
R. Rask.
3.
Möðruvöllum þ. 24. júlí 1814.
Ástkæri vinur!
Væri nokkuð í þakkir varið, þá mundi jeg þakka
þjer ótal sinnum fyrir þitt góða brjef og allt með-
fylgjandi, fyrir alla þína ráðsmennsku og fyrir alla
þá vináttu, sem þú alltjafnt auðsýnir mjer. Mikið
ómak hefir þú haft fyrir að koma mínum utanlands-
efnum í það bezta horf. Hefði jeg haft annan—jeg
vil ekki segja eins, heldur—hálft eins góðan vin í
Reykjavík, þá hefði mitt uppihald þar ekki orðið
eins leiðinlegt og min ferð ekki eins ávaxtarlítil og
nú, en engum er alls auðið. Minni munu verða
iaunin en skyldu og að líkindum engin, því að þessi
för mun ekki verða til fjár; allir aðrir kunningjar í
1) „Orðin „hjerna að segja“ virðast benda tii, að Rask sje
ekki alvara að kalla þennan mann „bezta vin“, og að það öllu
framar sje auknefni. í brjefi til Rasks, skrifuðu í Khöfn í
ágústmánuði 1817, talar Bjarni Thorsteinsson líka um „bezta
vin“, og virðist mega ráða af sambandinu, að það sje Grímur
Thorkelín. Útg.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. IX. 5