Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Síða 110
110
alphabet og stuttar klausur til æfingar { lestri. Höf-
undurinn hefir gert þar við þá athugasemd, að „þetta
letur brúkist tíðum í íslenzkum bókum, þó það
» annars heyri til latínumáli“. Við þurfum þess vegna
ei að sinni að hugsa um nýtt stafrofskver. Og satt
að segja sýnist mjer bezt, að við hefðum leitt það
hjá okkur, þó það nú útgefna kver hefði verið mið-
ur vandað en það er. Mjer sýnist það vel samið, en
pappírinn er ekki betri en ileppar. Menn verða að
synda milli skers og báru og fram yfir (alla) hluti
varast að koma í óvild við sjálfan Drottin‘, því mart
getur hann oss til óþægðar gert eða gera látið.
finn
Thorsteinson.
6.
Khöfn 7. okt. 1817.
í brjefi til sra. Árna minntist jeg á í sumar, hversu
náttúrlegt og gagnlegt jeg áliti það að vera, að
vort fjelag gæti brúkað prentverkið á íslandi, svo
að allur ágreininingur og annað þess háttar yrði
kæfður í fæðingunni. Jeg talaði enn framarsvo, að
mjer þætti veiði í höndum, ef vjer fengjum Drottin
til ei að vera móti oss, því þó hann kæmi í vorn hóp,
þykir mjer hann ekki óviðráðanlegur. Hjertil svar-
ar sra. Árni, að forseti landsuppfræðingarfjelagsins
hafi að fyrra bragði í sumar borið þetta mál i tal
og talið þar á margar torfærur, og hafi verið skilj-
1) o: Magnús Stephensen.