Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 41
41
í öllum germönskum málum má skipta nafnorð-
unum eptir beygingu þeirra í tvo aðalflokka, hinn
sterka og hinn veika. í íslenzku heyra undir sterka
flokkinn þau nafnorð, sem i eignaríalli eintölu hafa
endinguna -s, -ar eða -r, t. a. m. karlkynsorðin hest-
ur, staSur, sonur, vetur, kvenkynsorðin laug, liönd,
mörk, hvorugkynsorðin land, fje. Undir veiku beyg-
inguna heyra þau nafnorð, sem enda á hljóð-
staf í eignarfalli eintöiu, t. a. m. karlkynsorðið bogi,
kvenkynsorðin tunga, elli, hvorugkynsorðið auga.
Fallendingarnar eru mjög ólíkar í þessum tveim
flokkum, og veitir þannig hægast að fá yfirlit yfir
beyginguna. Hvorum þessara aðalflokka má skipta
í deildir, eptir því á hvern staf stofnarnir enda og
hvers kyns orðin eru.
þ>essu er öllu grautað saman hjá Runólfi. í fyrsta
flokki hefir hann kvenkynsorð, sem enda k-a í nefnifalli
(t. a. m. tunga), í öðrum flokki öll önnur kven-
kynsorð, nema þau sem hneigjast eins og mýri, í 3.
flokki hrúgar hann saman öllum þeim karlkynsorðum
og hvorugkynsorðum, sem ganga eptir sterku beyg-
ingunni, 4. beygingin nær yfir karlkynsorð og hvorug-
kynsorð, sem ganga eptirveiku beygingunni, og kven-
kynsorð, sem enda á -i í nýja málinu (t. a. m. mýri).
í þessu beygingarkerfi er þannig ekki gerður neinn
skarpur munur á sterkri og veikri beygingu, þó að
nokkur vísir sje til þess. Kvenkynsorðin eptir
veiku beygingunni (nema þau sem enda á -i) eru
greind frá karlkynsorðum og hvorugkynsorðum hinn-
ar sömu beygingar, og kvenkynsorðin, sem enda á
-i í nýja málinu í nefnifalli eintölu og ganga eptir
sterku beygingunni (-ja-stofnar), t. a. m. mýn, eru
flokkuð með hinum veikbeygðu karlkynsorðum og
hvorugkynsorðum. Ekki flokkar Runólfurnafnorðin
heldur eptir kynjum, þar sem hann hefir kvenkyns-