Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Síða 2
114
gullið allt það sem gengur kaupum og sölum. pvi
eru peningar gildi, og að eins gildi, og hafa alla
eginlegleika þess. f>eir eru geymdur greiði, ávísun
upp á skuld, sem þú átt hjá mannfjelaginu, hjá
hverjum sem er. þ>egar þú hefur einhvern skilding
undir höndum sem þú átt, þá er hann þjer vitni
um að þú hafir gjört mannfjelaginu greiða. sem þú
getur tekið út aptur hjá þvi. þeir eru höfuð nefn-
ari, eins og kallað er i reikningsbókinni, sem mæla
má við öll verð, allt gildi, alla prísa. þeir eru sú
alin sem öll mannleg viðskipti eru mæld á. |>að
er aptur rangt, að peningar sjeu það eina gildi,
eins og opt hefur verið sagt, og en er sagt i dag-
legu tali.
Peningarnir eru þá •verðalin, því allir prisar eru
mældir eptir þeirra kvarða: „Hvað kostar ullin núna?“
segja menn; þá er ekkij svarað, að hún kosti svo
og svo mörg kaffipund, 30 pennasköpt eða 1 pott
af brennivíni, heldur er verð hennar mælt í pen-
ingum. Sama er um öll vöruverð, verð á hestum
kúm og kindum, og jafnvel vinnu mannsins. Pen-
ingar ljetta mönnum að mæla verðið eins og höfuð-
nefnarinn ljettir reikningslistinni að bera brotatölur
saman. Ein varan (peningarnir) er greind frá öllum
hinum, til að vera mælikvarði þeirra. J>egar peningar
eru notaðir á þennan hátt og teknar, jeg vil segja,
100 vörur til samlíkingar að peningunum meðtöldum,
þá þarf ekki fleiri Ukingar en 99. Væri það ekki
gjört, þá þyrfti að líkja hverri af þessum ioovörum
á móti öllum hinum, og þá yrðu líkingarnar alls 4,950.
Svo þetta sjáistennbetur, mætti taka t. d. 5 vörur a, b,
c, d og e, sje ein þeirra (a) peningar þá verða lík-
ingarnar að eins 4, en sje ekki