Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 7
11»
einmitt ávinningur þegar litið er til kosta þeirra.
Traustið er hjer byggt á munaðarvöru eða skraut-
vöru. Eptir því sem mannkyninu fer fram, þarf
þessi vara allt af minna og minna traust falið í
sjálfri sjer.
f>að sem gjörir gull og silfur hæfilegt til pen-
inga, eru einkum þessir kostir:
1. Málmar þessir hafa mikið gildi, svo fáar vörur er
eins hægt að flytja.
2. J>eir skemmast ekki þó þeir sjeu geymdir, og
slitna lítið þó þeir sjeu hafðir um hönd.
3. Allt gull er jafngott, þegar það finnst, annað-
hvort finnst gullið hreint eða það finnst ekki;
sama er að segja um silfrið.
4. Hvorutveggja (peirra) má skipta, án þess að
partarnir kosti minna fyrir það, en heildin. Eins
má setja þá saman aptur. — (það verður ekki
gjört við gimsteina).
5. Menn geta ekki báið til málma þessa eptir vild
sinni, eins og mörg önnur efni og vörur.
6. Verðlag gulls og silfurs breytist sjaldan mikið á
stutlum tíma.
7. J>að er hægt að setja á þá hvert mót sem vill,
svo það er hægt að sjá strax hversu mikið hver
peningur gildir, og kostnaðurinn við mótanina er
ekki mjög mikill.
IV.
Peningar; fyrrum og nú.
þ»að er álitið að gullið sje fundið fyrr en silfrið,
og menn hafi fyrr veitt þvf eptirtekt af því það er
fegurra. Silfrið er þá fundið síðar, og var aldrei
eins hátt i verði sakir þess, að það var ekki eins
fagurt. Sagan segir að Fönicíumenn hafi haft at-