Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Side 8
120
keri úr silfri á skipum sinum, einkum er Spán talin
auðug af silfri í fornöld. Ekki verður með vissu
sagt hvenær menn hafi farið að smíða málma þessa.
Gullið er haft til skrauts á mörgum vopnum frá
koparöldinni. í>ó ekki sje unnt að segja frá hverj-
um árum þau eru, þá mun þó óhætt að ætla, að
peningar hafi verið til hjer um bil 700—800 árum
fyrir KLrists fæðingu, því Gallar tóku að smíða
þá 300 árum fyrir Kr., og þeir hafa lært það
af Rómverjum eða Grikkjum. Grikkir lærðu það
aptur af Lýðverjum og þeir — eða svo er sagt —
höfðu mótaða peninga fyrstir manna. En það kem-
ur ekki svo mikið þessu máli við, nær peningar
hafi verið smíðaðir fyrst. En svo mikið er víst að
síðan þeir voru fyrst fundnir upp, og þangað til nú,
þó hefur notkun þeirra hjá almenningi allt af farið
í vöxt. fað var áður á miðöldinni að hertogar,
biskupar og aðrir en ríkisvöldin eingöngu höfðu
leyfi til að smíða þá, en það leiddi til þess, að þess-
ir herrar fóru að falsa þá; innihald þeirra varð
minna og minna, og á endanum varð almenningur
þessa var, svo þeir fjellu í verði. Við þetta komst
ruglingur og óvissa inn i öll viðskipti manna, en
þá var einnig fundið upp meðalið gegn þessu, og
bankarnir komu upp, sem tóku peninga einungis
eptir því hve mikið af gulli eða silfri var í þeim.
5>eir voru ekki teknir eptir því sem á þeim stóð.
J>egar smárikin fóru að hverfa úr sögunni, og
rikisvaldið tók að aukast aptur, þá hvarf smátt og
smátt rjettur einstakra manna til að .-lá peninga. —
Peningamótun varð að konungsrjettindum. Augu
manna opnuðust fyrir því, að eins nauðsynlegt væri að
hafa gilda og góða peninga, eins og rjetta vog og rjett-
an mælir. Og nú er svo komið að enginn má móta