Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 19
131
er þyngra verður eptir. — Aptur segja menn
að ágóðinn af gullgreptri og silfurgreptri sje enn
meiri en ágóðinn í nokkurri annari iðn. Eptir þv£
mætti langan aldur enn þá vinna skíru málmana
úr jörð, þó peningar fjellu stöðugt í verði, og álit
margra manna, er að þeir munu gjöra það langan
aldur eptir vora daga.
VIII.
Peningar: Afleiðingar af fjölgun þeirra og verð-
breyting.
Sumir hafa álitið að fjölgun peninganna kæmi
þvi til leiðar að meira yrði framleitt, og reynsla
síðari tíma hefur staðfest það að einu leytinu.
Adam Smith kallaði þá vegi viðskiptalífsins,
og þess fleiri sem þeir væru, þess fljótar gætu
verzlunarvörurnar komizt í hendur þess, sem þær
notar, ogtilbúandinn tekið þess tyrri til að búa til nýjar.
Stundum kemur lánstraustið i stað peninga, en apt-
ur verður ekki sjeð, að nokkurt verulegt lánstraust
geti verið til án peninga.
Eins segir Newmarch: fegar peningunum fjölg-
ar, þá eykur það fjárstofninn, sem lánaður er út,
almenningur getur lagt meira upp og leigan lækk-
ar og lág renta eykur vörutilbúninginn, þvf allar
verksmiðjur geta hæglegar fengið lán, fært út kvf-
arnar. f>etta er satt fyrsta og annað árið, segja
mótstöðumenn hans, en svo hættir það. En þegar
peningar aukast mörgum árum saman, helzt þetta
að minnsta kosti við á meðan svo gengur. Sumir
segja að io mill. af peningum gjöri alveg sama
gagn og ioo mill., því þær einar io sjeu þá io
sinnum dýrari. Reynslan hefur ekki sannað þá
#*