Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 29
141
hárt, yrðu peningarnir svo litlir, að ekki væri gott
að handsania þá. f>ess vegna eru peningar gjörðir
hatir. J>að væri hægast að búa þá til ferhyrnda,
en ferhyrndir peningar slíta illa vösum, og líka væri
hægra að gjöra falska peninga eptir þeim. Kin-
verjar gjöra peninga — einkum smápeninga held
jeg — með gati á til þess að þeir verði dregnir upp
á band. En það er aðferð sem Evrópumenu aldrei
hafa tekið upp. Að lokunum er þá álitið að lög-
un peninganna sje hentugust, eins og þeir eru hafð-
ir nú. Kringlóttir, flatir og riflaðir á kantinum. Til
þess að peningarnir standist betur slit, þá er bæði
gull og silfur blandað áður en það er mótað. í
gullpeningum er þessi blöndun næstum alveg hin
sama i öllum löndum. Svíar, Norðmenn og Danir
blanda gullpeninga svo, að 9/io partar eru skírt gull
einn tiundi partur er kopar og blendingur. Og
sama hlutfall er víða. Danir móta tvo gullpeninga,
20 króna pening (124 úr 1 kílogrammi af skíru
gulli), og 10 krónu pening (248 penínga úr 1 kílo-
grammi af skíru gulli). í Englandi þá er gullið
blandað minna; i brezka pundinu eru ll/13 partar
skírt gull, en */i2 partur kopar, og það mun
vera hreinasta gull sem slegið er. Aptur er silfur
blandað miklu meira, og það er bæði til að forða
sliti og einnig er það gjört til þess að mótunin
borgi sig. Krónurnar og 2krónu peningarnir á norð-
urlöndum eru blandaðir svo.að 80 hundruðustu partar
af þeim eru skirt silfur, 20 hundruðustu eru kop-
ar. Smápeningar eru blandaðir enn meira.
En til þess að almenningur ekki tapi á því
hvað peningarnir slitna, og á því hvað smápeningar
eru blandaðir. þ>á leysir stjórnin hvortveggja inn
aptur með vissum skilyrðum. Jjegar gullpeningur
/