Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 38
150
þess. Korn hins íslenzka gulrófnafræs eru talsvert
minni en hins norska, og hefur litdauft og íbrún-
leitt hýði. Jeg hef einnig reynt, að láta afla fræs
af íslenzkum rófum í öðrum löndum, með því að
jeg imyndaði mjer, að eiginlegleikar hverrar jurtar,
sem hefðu gengið í erfðir 1 mörg ár sem stöðug
einkenni aukategunda, gætu með engu móti tekið
neinum verulegum breytingum við það, þótt að eins
ein kynslóð þessara aukategunda lifði í öðru landi,
betur löguðu til fræyrkju. Tilraunir þessar munu
vafalaust heppnast. J»ó virðist svo, sem rófur þær,
sem sprottið hafa af þessa kyns fræi, er aflað hef-
ur verið í Frakklandi og Danmörku, bendi á, að
við blómgunina hafi þær blandazt saman við aðrar
erlendar aukategundir.
Garðyrkjan á íslandi á þar illan óvin, sem
sauðfjenaðurinn er. Haust og vor eru skepnur þess.
ar reknar í Reykjavík og nágrenninu út á graslaus
holt i grennd við bæinn; hlaupa þær því hálfhungr-
aðar mjög opt inn i garða annara og tún, og bíta
þá allt sem þær geta í náð, jafnvel viðargreinir nið-
ur að rótum, og rífa upp heilar raðir af nýlega
gróðursettum jurtum. Hið eina ráð, sem að notum
hefur komið gegn slíkum skemmdum, hefur það
reynzt, að láta vaka á næturnar með góðum hund-
um.
í þessum þættinum mun jeg tala um þær teg-
undir og aukategundir, sem jeg hef reynt að rækta
siðan 1886. Jurtir þær, sem eru nefndar í skýrslu
minni 1886, en eru eigi nefndar hjer, hef jeg síðan ann-
aðhvort eigi lagt neina rækt við, eða árangurinn
hefur verið hinn sami sem áður.